Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Blaðsíða 166
Hún dylst á bak við sýndina, felur sig í sálarfylgsnum okkar. í iðrum jarðar, í
ómælisdjúpi himingeimsins. Hún felst tíka í því afli sem skapar samfétög fólks og
birtist í því sem kallast þjóðarvitund og þjóðarsát og enginn veit gjörla hvernig
starfar. Og hún er líka að verki í stofnunum á borð við Háskóta (slands sem er
katlaður tit að þjóna íslenskri þjóð með rannsóknum á raunveruleikanum svo hún
geti sýnt og sannað tilverurétt sinn í samfélagi þjóðanna. verið sjálfstæð og trúað
með réttu á eigin mátt og megin.
Hver er hún þessi reynd. þessi raunveruteiki sem við höfum enn ekki höndlað og
munum aldrei höndla í nútíðinni nema að örlitlu leyti? Hún er fólgin og falin í
þeim öftum og þeim krafti sem vísindi og listir eru sköpuð til að reyna að skilja og
sýna: Aflinu sem stýrir „stjarna her", orkunni sem ræður veðri og vindum. kraftin-
um sem knýr okkur til að hugsa. Reyndin sjálf er ónefnanleg. ótýsanleg og full-
komlega óræð í sjálfri sér. Hún er veruleikinn sjálfur sem til okkar tatar. ekki að-
eins í því sem við getum séð. heldur í öltu sem skilningarvit okkar geta numið og
hugurinn spannað með hugtökum sínum. Án þessa sambands við reyndina vær-
um við ekki hér. kandídatar góðir, samankomin til að fagna prófgráðu ykkur eftir
strangt nám í Háskóta íslands. Hér hafa verið gerðar til ykkar miktar kröfur um
einbeitingu og heilindi í hugsun til að komast að hinu sanna og rétta á fræðasvið-
um ykkar. Fræði ykkar eru engin sýndarfræði. námsgráða ykkar engin sýndar-
gráða. Háskóla íslands er ekki sýndarháskóli, heldur fræðasetur þar sem fótk
vinnur hörðum höndum við að kynnast veruteikanum eins og hann er í raun.
Vafataust erum við háskótafólk tíka veikt fyrir sýndinni: við viljum vissulega að
fólk sjái um hvað Háskólinn snýst og hvað hann gerir. Og Háskótinn vitl að þið,
nemendur hans, fáið tækifæri til að sýna hvað í ykkur býr og að kraftar ykkar
nýtist til að skapa betri veröld fyrir börnin sem eiga að erfa Island og bera merki
tandsins um ókomin ár. Þess vegna heitir hann á ykkur að taka ótrauð þátt í þeirri
baráttu sem fram undan er til að draga úr áhrifamætti sýndarinnar og auka htut
reyndarinnar í tilveru okkar.
í þeirri baráttu skiptir höfuðmáli að teggja rækt við hugsun sína, þroska hana og
efla með því að hugleiða fortíðina. hugsa fyrir því sem kann að gerast í framtíð-
inni og sýna öldnum og ungum atúð og umhyggjusemi í nútíðinni. Ég nefni sér-
staklega atdna og unga vegna þess að þeir tengja okkur við fortíðina og framtíð-
ina. Og það er einmitt þau bönd sem við verðum að hnýta fastar. ef við eigum ekki
að týnast í nútíðinni og sogast inn í heim sýndarinnar.
Þess vegna hvet ég ykkur. kandídatar góðir. tit að styrkja eftir föngum tengsl ykk-
ar við forfeðurna en þó umfram atlt að einbeita ykkur að uppetdi barna. sinna vet
ykkar eigin börnum og styðja við þá sem annast börn. Fátt er vænlegra til að efla
veruleikaskynið en einmitt sambandið við barnið sem er að uppgötva heiminn og
hefur ekki enn lært að sýnast. Þá höldum við líka lifandi tengslum við barnið í
sjátfum okkur og upprunalega reynslu okkar af tilverunni. Uppeldisstarfið kostar
líka btóð. svita og tár. Uppatandinn er manneskja af holdi og blóði sem verður að
gefa mikið af sjálfri sér eigi hún að ná tit barnsins og veita því þann stuðning sem
það þarfnast. Og slíkt gerist ekki í neinum „sýndarveruteika".
Störf uppatenda og kennara eru óendanlega mikilvæg fyrir unga íslendinga og
komandi kynstóðir en þau hafa því miður verið vanmetin á síðustu áratugum. Hér
er því mikið verk óunnið í íslensku þjóðfélagi sem miklu skiptir fyrir framtíð þjóð-
arinnar. Eitt stærsta verkefni íslenskrar menningar á komandi árum er endur-
reisn viðurkenningar og virðingar fyrir starfi kennarans frá teikskóla til háskóla.
Háskóti íslands vonar. ágætu kandídatar, að hann hafi verið ykkur góður skóli og
að hér hafið þið kynnst, ekki aðeins heimi fræða og kenninga. heldur líka ykkur
sjálfum og veruleikanum betur. Háskótinn þakkar ykkur samfylgdina og býður
ykkur velkomin hvenær sem er til enn frekara náms og rannsókna.
162