Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Blaðsíða 152
Kvennasögusafn íslands
Áárinu veitti Kvennasögusafn íslands notendum sínum hefðbundna þjónustu, þ.e.
aðstoð við að finna heimildir um sögu kvenna. Þá barst safninu talsvert nýrra
gagna. bæði er varða einstaklinga og félagasamtök kvenna. Að vanda stóð
Kvennasögusafnið fyrir sýningu um kvennasögulegt efni. Að þessu sinni var sett
upp í forsal þjóðdeildar Landsbókasafns sýning um Ástu Sigurðardóttur skáld- og
listakonu. Sýningin stóð yfir 31. maí til 9. september. Við opnun hennar hélt Krist-
ín Rósa Ármannsdóttir bókmenntafræðingur fyrirlestur um líf og list Ástu. Árleg
kvöldvaka safnsins. sem haldin var 5. desember. var helguð stöðu kvenna á árum
síðari heimsstyrjaldarinnar. og var sjónum einkum beint að „ástandinu" svokall-
aða. Fyrirlestra fluttu Bára Baldursdóttir sagnfræðingur og Herdís Helgadóttir
mannfræðingur. Einnig fluttu Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson tóntist frá
stríðsárunum.
Stjórn
Stjórn Listasafns Háskóla íslands erskipuð af háskólaráði tit fjögurra ára í senn. í
núverandi stjórn (skipuð 1999) sitja Gunnar Harðarson dósent. formaður. Ingi-
björg Hilmarsdóttir læknir og Auður Ólafsdóttir listfræðingur sem jafnframt hefur
umsjón með safninu í umboði stjórnar.
Húsnæðismál
Listasafn Háskóla íslands er með höfuðstöðvar sínar í Odda. í stofnskrá safnsins,
sem staðfest var með forsetabréfi í apríl 1980, er gert ráð fyrir að byggt verði sér-
stakt hús undir safnið í fyllingu tímans. En þar til sérstakt safnhús verði byggt.
„skuli því ættaður staður í Odda á háskólalóð." Safnið á í brýnum húsnæðisvanda
en segja má að það sem standi helst starfsemi safnsins fyrir þrifum er að eiga
ekki eigið sýningarhúsnæði. Skortur á eigin sýningarhúsnæði kemur Líka í veg
fyrir að hægt sé að setja upp metnaðarfullar sýningar á íslenskri samtímalist
með viðeigandi rannsóknarvinnu.
Sýningarhald
Haldið hefur verið uppteknum hætti árið 2000 og settar upp árlegar „innan-
hússýningar" safnsins á yfir tuttugu stöðum innan Háskólans. Eftirspurn eftir
verkum úr eigu safnsins hefur vaxið ár frá ári. ekki hefur þó verið hægt að koma
til móts við allar óskir, þar sem húsnæði hefur ekki þótt hentugt, m.a. með tilliti tit
öryggissjónarmiða og þess aðbúnaðar sem tistaverk þurfa. Þótt starfsfólk Há-
skólans og nemendur hafi undantekningarlaust sýnt varkárni og tillitssemi í
nábýli við verk safnsins þá hefur viðgerðarkostnaður safnsins vaxið hratt á síð-
ustu árum. Þar ræður mestu að mörg eldri verk safnsins þola itla breytingar á
hitastigi sem skapast af ftutningum milli staða og hitt. eins og fyrr segir. að ekki
er um eiginlegt sýningarhúsnæði að ræða. m.a. með tilliti tit jafns hitastigs, raka,
dragsúgs, lýsingar og umgangs.
Sú hefð hefur skapast í rekstri safnsins að halda sýningar á nýjustu aðföngum á
2. hæð í Odda. í rýminu fyrir framan kaffistofu og er þar jafnan um að ræða verk
eftiryngstu kynslóð íslenskra myndlistarmanna. Telst það til besta sýningarrýmis
safnsins. Þá hangir jafnan uppi á 3. hæð í Odda úrval úr „Þorvaldssafni" lista-
safnsins. þ.e. verk eftir Þorvatd Skúlason frá ýmsum tímabilum ferils hans. Skipt
er um verk árlega en í eigu safnsins eru á þriðja hundrað verka eftir Þorvald. í
ágúst 2000 var haldin í húsnæði tistasafnsins í Odda sýning á „geimvísindamál-
verkum" eða svoköttuðum „astronomical paintings", eftir þekktan bandarískan
geimvísindamann. Sýningin var haldin í tengslum við ráðstefnuna „Heimskauta-
svæðin á Mars" sem skipulögð var af Raunvísindastofnun Háskólans. Þá stóð
Listasafn Háskólans fyrir sýningu á verkum Marisu Arason Ijósmyndara í sam-
vinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Reykjavík menningarborg Evrópu árið
2000. Sýningin var hluti af samstarfsverkefni þriggja Ijósmyndara frá menningar-
borgunum þremur: Reykjavík, Bologna og Avignon og bar yfirskriftina Ljósmynd:
Náttúra/menning. Sýningin var opnuð í júní 2000.
Innkaup verka
I stofnskrá Listasafns Háskóla (slands er ákvæði sem segir að „til kaupa á lista-
148