Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Blaðsíða 140
Stofan hefur á undanförnum árum átt í samstarfi við Conexant Systems, Inc. um
greiningu á ólínulegri bjögun í fjarskiptarásum og gagnaþjöppun á tali. Einnig
hefur verið samstarf við íslenska erfðagreiningu hf. Flögu hf. Taugagreiningu hf,
geislaeðlisfræðideild Landspítalans og augndeitd Landspítalans um greiningu líf-
eðlisfræðilegra merkja, t.d. í sjúkdómsgreiningu.
Varma- og straumfræðistofa
Megináhersla í rannsóknum hefurverið á sviði hitaveitukerfa þarsem stofan hef-
ur tekið umfangsmikinn þátt í norrænum verkefnum og tengst Orkuveitu Reykja-
víkur. Áhersla er lögð á beitingu tölfræðilegra aðferða og líkangerðar í hitaveit-
urannsóknum en einnig á öðrum sviðum eins og stýritækni. Þá hefur verið þróað-
ur hugbúnaður fyrir rennsli í pípukerfum sem meðal annars er í notkun í
Hollandi. Hugbúnaðurinn nýtist við hönnun pípukerfa og unnt er að kanna kvika
hegðun kerfanna með honum. í tengslum við norrænu verkefnin hefur Varma- og
straumfræðistofa staðið fyrir ráðstefnum og námskeiðum á fslandi.
Rannsóknir á straumfræði veiðarfæra fara fram við stofuna í nánu samstarfi við
Hampiðjuna. Vinnsluferli sjávarfangs er viðfangsefni þarsem samvinna hefur
verið við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og fyrirtæki í sjávarútvegi.
Vatnaverkfræðistofa
Straumfræði vatnakerfa og hafs. umhverfisverkfræði og fráveitutækni eru meðal
rannsóknasviða Vatnaverkfræðistofunnar. Stofan hefur unnið við bestun á hönnun
vatnsaflsvirkjana. m.a. fyrir virkjanir í Skagafirði, (http://www.lh.is/ICEconsult/
Hydra/default.htm). Gerð hafa verið kort fyrir fimm ára úrkomu á öllu landinu.
enn fremur sérstök kort fyrir höfuðborgarsvæðið. Reykjanes og Suðurland.
sérstaklega ætluð til notkunar við fráveituhönnun.
Viðskiptafræðistofnun
Almennt yfirlit og stjórn
Stjórn Viðskiptafræðistofnunar var þannig skipuð árið 2000: Runótfur Smári Stein-
þórsson dósent, formaður, Árni Vilhjálmsson prófessor, Esther Finnbogadóttir
cand.oecon. og Þráinn Eggertsson prófessor, meðstjórnendur. Forstöðumaður
stofnunarinnar er Kristján Jóhannsson lektor. Við Viðskiptafræðistofnun starfa
fastir kennarar viðskipta- og hagfræðideildar. stúdentar og sérfræðingar. Starfs-
menn þessir eru allir ráðnir á verkefnagrunni. Viðskiptafræðistofnun nýtur ekki
fastra styrkja eða fjárveitinga heldur starfar fyrir sjálfsaflafé. [ samvinnu við
Bókaklúbb atvinnulífsins gefur stofnunin út smárit um rekstrartengd mátefni. Þá
hefur stofnunin einnig verið vettvangur fyrir sérrannsóknir einstakra kennara við-
skiptaskorar.
Örverufræðistofa
Almennt yfirlit og stjórn
Örverufræðistofa er til húsa á 3. hæð í Ármúla 1A. en þangað flutti hún vorið 1990
úr Sigtúni 1. Þarna er rými fyrir verklega kennslu í örverufræðinámskeiðum,
bæði í framhaldsnámskeiðum og fjölmennum grunnnámskeiðum en einnig er
hægt að kenna þar minni semínarhópum. Forstöðumaður er Guðni Á. Alfreðsson
prófessor í örverufræði. Stúdentar af mörgum sviðum Háskólans sækja nám-
skeið í húsnæðið. t.d. stúdentar í líffræði, matvælafræði. lífefnafræði. lyfjafræði
lyfsala. læknisfræði og hjúkrunarfræði. Uppbygging aðstöðunnar hefur mjög
beinst að því að samnýta búnað fyrir bæði rannsóknir og kennslu sem er mjög
hagstætt. Nemendur í framhaldsnámi hafa einnig fengið aðstöðu þar.
Starfsfólk
Sérfræðingar á örverufræðistofu og aðrir sem tengjast henni:
136