Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Blaðsíða 130
ári og hafa um 120 grunnvatnssýni úr Skagafirði verið send til Árósa til aldurs-
greininga með geislakolsaðferð. Frumniðurstöður þeirra mælinga voru kynntar á
árinu á ráðstefnu og í grein.
Háloftadeild jarðeðlisfræðistofu sér um rekstur einu segulmælingastöðvar lands-
ins, í Leirvogi í Mosfellssveit. Deildin hefur einnig umsjón með rekstri þriggja
stöðva tit norðurtjósarannsókna sem Pólrannsóknastofnun Japans hefur komið
upp hér á landi í samvinnu við Raunvísindastofnun. Atmanak Háskólans er reikn-
að og búið til prentunar á Háloftadeild og deitdin sér um dreifingu ritsins til bók-
sata. Þá hefur áhersla verið lögð á íðorðastarf, einkanlega á sviði tölvutækni og
stjörnufræði.
Starfsmenn stofunnar birtu (einir eða með öðrum) um 20 greinar í ritrýndum
tímaritum á alþjóðavettvangi á árinu 2000 og auk þess kafta í bókum. fjölda af
skýrslum. greinum á íslensku, útdráttum erinda á ráðstefnum o.fl. Auk ofan-
greinds veittu starfsmenn Jarðeðlisfræðistofu ráðgjöf fyrir Atmannavarnir og
Vegagerð og upplýsingar til fjölmiðta um stjörnu- og jarðeðlisfræðilegt efni m.a.
um eldsumbrot.
Nánar um verkefni og ritaskrá starfsmanna jarðeðlisfræðistofu má finna á
heimasíðu stofunnar á slóðinni: http;//raunvis/Jardedlisfr/Jardedtisfr.html
Jarð- og landafræðistofa
Rannsóknir jarð- og landfræðistofu spanna mjög vítt svið. frá tilraunabergfræði til
mannvistarlandafræði, frá steingervingum til eldsumbrota. Á stofunni störfuðu
árið 2000 sjö sérfræðingar. þar af þrír verkefnaráðnir. tveir tækjafræðingar, sjö
kennarar í jarð- og landafræði. og fimm nemendur í doktors- og meistaranámi.
alls 22. Rannsóknir í eldfjallafræði beindust að Kötlu. eldstöðvum í Vatnajökli og
umhverfis hann. og að Heklugosinu 2000. Fram var haldið miklu rannsóknaverk-
efni um sögu loftslagsbreytinga á síðkvarter og nútíma sem rakin er úr setkjörn-
um sem teknir eru á landgrunninu og í stöðuvötnum. Rannsóknir þessar. og aðr-
ar þeim tengdar. eru þverfaglegar í eðli sínu og samþættast í þeim greinar eins
og steingervingafræði. setlagafræði. bergsegulfræði. gjóskulagafræði. loftslags-
fræði o.fl. Enn fremur héldu áfram viðamiklar rannsóknir stofunnar á efnaveðrun
á íslandi, jarðefnafræði kalda og heita vatnsins og eðli jarðhitans. í berg- og berg-
efnafræði er vaxandi áhersla á tilraunir. annars vegar. þarsem glímt er við þau
grundvallarlögmál sem ráða eðli og efnasamsetningu bergkviku, hins vegar á
rannsóknir á glerinnlyksum í kristöltum. Með síðarnefndu rannsóknunum er m.a.
vonast til þess að aukin vitneskja fáist um eðli möttutstróksins undir Islandi. í
landafræði var fram haldið rannsóknum á breytingum á gróðri og jarðvegi og
tengslum þeirra við landnýtingu á ákveðnum svæðum. auk þess sem upp voru
teknar rannsóknir á hafís kringum landið að fornu og nýju. í mannvistarlanda-
fræði var m.a. unnið að rannsóknum á þróun atvinnulífs. samfétags og byggðará
tilteknum svæðum. Á árinu 2000 birtust 46 ritgerðir eftir starfsmenn stofunnar í
inntendum og ertendum tímaritum og bókum, svo og 13 skýrslur. en erindi flutt á
ráðstefnum voru 91.
Reiknifræðistofa
Árið 2000 störfuðu á reiknifræðistofu tveir sérfræðingar. tveir verkefnaráðnir sér-
fræðingar og einn aðstoðarmaður í sumarstarfi og stofan var jafnframt rannsókn-
arvettvangur þriggja kennara við stærðfræðiskor raunvísindadeildar og fjögurra
kennara við tölvunarfræðiskor verkfræðideitdar Háskóta ístands.
Á reiknifræðistofu er unnið að rannsóknum á sviði hagnýtrar stærðfræði. reikni-
fræði og tölvunarfræða. Rannsóknum á stofunni má skipta í grunnrannsóknir á
þeim sviðum sem undir hana heyra. svo sem líkindafræði og ýmis svið tölvunar-
fræða. og rannsóknaverkefni innan annarra fræðigreina þar sem gerð stærð-
fræðilegra líkana og beiting stærðfræðilegra og tölvunarfræðilegra aðferða skilar
oft mikturn árangri. Þær rannsóknir hafa á undanförnum árum m.a. beinst að
verkefnum tengdum fiski- og vistfræði, straumfræði. snjóflóðum og veðurfræði.
Mörg verkefnanna hafa verið unnin í samstarfi við aðrar stofnanir, eins og t.d.
Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu. verkfræðistofur og hugbúnaðarfyrirtæki.
126