Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Blaðsíða 174
Doktorspróf
Á árinu 2000 luku fimm doktorsprófi frá Háskóla íslands.
Læknadeild
Doktor í dýrafræði
22. janúar 2000
Bergljót Magnadóttir
Heiti ritgerðan Humoral immune parameters of teleost fish.
Andmælendur: Ingileif Jónsdóttir dósent. Rannsóknastofu í ónæmisfræði Land-
spítala-háskólasjúkrahúss. og Sigrun Espelid. Norwegian Institute of Fisheries
and Aquaculture íTromsö Noregi.
Lýsing ritgerðar
Beinfiskar (teleosts) eru mjög fjölbreyttir bæði hvað varðar líffræði og vat á um-
hverfi. Um 20-30 þús. tegundir teljast tit beinfiska þar með taldar flestar okkar
nytjategundir. Fiskar hafa bæði sérvirkt og ósérvirkt ónæmiskerfi sem sýnir tölu-
verða samsvörun við ónæmiskerfi æðri hryggdýra eins og spendýra. Ýmsir þættir
eru þó ólíkir eins og búast má við vegna langs þróunarsögulegs aðskilnaðar (400-
500 milljón ára) og ólíkra umhverfisaðstæðna. Rannsóknirá ónæmiskerfi fiska
eru áhugaverðar út frá þróunarsögulegu sjónarmiði en einnig hafa þær hagnýtt
gildi fyrir fiskeldi og við mat á áhrifum umhverfisbreytinga á afkomu og lífsgæð-
um lífvera. Ritgerðin fjallar um rannsóknir á nokkrum vessa-bundnum ónæmis-
þáttum beinfiska og hvaða áhrif ýmsir eðlislægir og ytri þættir hafa á þá.
Verkefninu má skipta í þrjá meginþætti:
1. Borin voru saman mótefni (IgM) fjögurra tegunda. lax. þorsks. lúðu og ýsu. Nið-
urstöður sýndu að þættir eins og heildarstærð, stærð undireininga og sykru-
magn (8-12%) voru svipaðir. Hins vegar voru mótefnin breytileg á milli tegunda
hvað varðar viðurvist undirflokka (isotypes), hlutfall og gerð undireininga með
ósamgildum tengjum (redox forms). næmni fyrir próteinkljúfum og sykrugerð.
í Ijós kom að búnaður frumna til að sykra protein var eins fullkominn hjá fisk-
um og hjá spendýrum. Sykruþátturinn reyndist gefa vörn gegn próteinkljúfum
en hafði ekki áhrif á bindivirkni mótefnisins né ræsingu komplement þátta.
2. Rannsökuð voru áhrif náttúrulegrar sýkingar af völdum bakteríunnar Aerom-
onas salmonicida ssp. achromogenes (kýlaveikibróður) á vessabundna ónæm-
isþætti lax. þ. e. heildarmagn mótefna. og virkni sérvirkra og ósérvirkra mót-
efna í sermi. í heilbrigðum laxi var mótefnamagn lágt (<1mg/ml) og einnig
ósérvirkt mótefnasvar gegn ýmsum mótefnavökum eins og hapten tengdu
próteini (TNP-BSA). Nýlega sýktur lax hafði eðlilegt mótefnamagn í sermi og
lágt ósérvirkt mótefnasvar en gaf öflugt sérvirkt mótefnasvar gegn kýlaveiki-
bróður. [ laxi, sem hafði verið lengi sýktur og fengið endurtekna lyfjameðferð,
hafði mótefnamagn í sermi hins vegar tvöfaldast, sérvirkt mótefnasvar var lágt
en ósérvirkt mótefnasvar var tiltölulega hátt. Langvarandi sýking af völdum
kýlaveikbróður og lyfjameðferð hafði því ónæmis-bælandi áhrif á lax.
3. Könnuð voru áhrif þátta eins og umhverfis-hitastigs. stærðar og kyns á ýmsa
vessabundna ónæmisþætti í sermi þorsks. Mælt var mótefnamagn. ósérvirkt
mótefnasvar t.d. gegn TNP-BSA og aðrir ónæmisþættir eins og ensím tátmar.
haemolítisk virkni. járninnihald og járnbindigeta. Einnig voru áhrif bólusetning-
ar með T-frumuháðum, hapten tengdum eða ótengdum, mótefnavaka könnuð
á mótefnamagn og mótefnasvar í þorski við mismunandi hitasig. Við eðlitegar
aðstæður er mótefnamagn í þorski tiltölulega hátt (5-20 mg/ml) og há ósérvirk
bindivirkni viðTNP-BSA er einkennandi fyrir þorsk. Báðir þessir þættirjukust
því etdri sem þorskurinn varð en umhverfishiti hafði lítil áhrif. Virkni ósér-
virkra ónæmisþátta eins og ensím tálma, haemolítisk virkni og járnbindigeta
var öflugri við lágt hitastig en hátt. Flestir þessara þátta jukust með aldri en
einnig sáust mikit umskipti á haemolítiskri virkni og járnbindiþáttum við
ákveðna stærð (60-70 sm) í þorski þegar sýni voru tekin að vori. Leitt var lík-
um að því að í yngri hópnum væri meira um staðbundinn ókynþroska fisk.
sem aðlagast hefði köldum sjó en í eldri hópnum væri meira um kynþroska
fisk að kom frá hlýrra ktaksvæði við Suð-Vesturland. Ólíkt laxinum myndaði
þorskur ekki sérvirkt mótefnasvar jafnvel eftir bótusetningu með prótein mót-
efnavaka og ónæmisglæði. Hins vegar örvaðist ósérvirkt svar gegn TNP-BSA
170