Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Blaðsíða 102
• Sigurður S. Snorrason dósent: Vist- og þróunarfræði botndýra og fiska í fersk-
vatni.
• Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófesson Gróðursamfélögum á hálendinu og stofn-
vistfræði túnsúru.
Sérfræðingar stofnunarinnar eru í margs konar rannsóknarsamstarfi. bæði við
innlenda skóla og rannsóknarstofnanir svo og við vísindamenn og stofnanir er-
lendis.
Hinn 1. nóvember tók til starfa á stofnuninni Guðmundur Hrafn Guðmundsson,
sem um leið tók við prófssorsstarfi í frumulíffræði við Líffræðiskor af Haltdóri
Þormar. Hatldór Þormar starfar áfram hjá stofnuninni sem prófessor emeritus.
Síðastliðið sumar lét ritari Líffræðistofnunar og skorar til margra ára, Eva Þórðar-
dóttir, af störfum. í stað hennarvar ráðin í fulltrúastarf, Elísabet Lilja Haraldsdóttir.
Útgáfu- og kynningarmál
Líffræðistofnun hefur um langt árabil staðið að útgáfu ritraðarinnar Fjötrit Líf-
fræðistofnunar og eru ritin nú orðin 53 talsins, þar af komu tvö út á árinu 2000.
Stofnunin kynnti starfsemi sína á háskólasýningunni í mars og á AGORA sýning-
unni í október. Af þessu tilefni var útbúin kynningarmappa þar sem rannsóknum
altra kennara og sérfræðinga er lýst.
Viðurkenningar
Tvö verkefni frá stofnuninni hlutu viðurkenningu í samkeppninni „Upp úrskúffun-
um": Verkefni Guðmundar Eggertssonar „Smíði á genaferju Rhodothermus mar-
inus með það að markmiði að auðvelda grunnrannsóknir og hagnýtingu á hita-
þolnum prótínum" og verkefni Hattdórs Þormars „Örverudrepandi efnasamsetn-
ingar sem eyða kampylobakter og öðrum sýktum sem berast með matvælum".
Málstofur
Mátstofur eru haldnar á stofnuninni í tengslum við sum námskeið líffræðiskorar. í
hádeginu á föstudögum eru haldnir fyrirlestrar um ýmis líffræðileg efni og gjarn-
an leitað til sérfræðinga utan stofnunarinnar.
Fjármál
Fjárveiting tit stofnunarinnar var 6.4 m.kr. á árinu og vettan um 74 m.kr. Tekjur
stofnunarinnar umfram fjárveitingar eru einkum styrkir frá ýmsum rannsókna-
sjóðum, einkum sjóðum á vegum Rannsóknarráðs íslands. Rannsóknasjóði Há-
skóta íslands, norrænum rannsóknasjóðum og Evrópusambandinu en einnig
koma tatsverðar tekjur frá útseldri vinnu í umhverfisrannsóknum.
Húsnæðismál
Starfsemi Líffræðistofnunar Háskólans fer nú fram á fjórum stöðum í Reykjavík.
Að Grensásvegi 12 eru rannsóknastofur í erfða- og sameindalíffræði, frumutíf-
fræði. sjávarlíffræði. fiskifræði, vistfræði. grasafræði og þróunar- og stofnerfða-
fræði. Þar fer og fram mestur htuti kennslu í líffræði. Að Grensásvegi 11 eru
rannsóknastofur í vatnalíffræði og dýrafræði. Rannsóknastofa í örverufræði er í
Ármúla 1a og rannsóknir í dýralífeðlisfræði eru að Vatnsmýrarvegi 16.
Mannfræðistofnun
Hlutverk og stjórn
Reglugerð stofnunarinnar gerir ráð fyrir samþættingu fétagslegrar og líffræði-
legrar mannfræði. Forstöðumaður stofnunarinnar er Gísli Pálsson og er hann
jafnframt prófessor í mannfræði við Félagsvísindadeild. Stjórn stofnunarinnar
skipa Sigrfður Dúna Kristmundsdóttir dósent. formaður, Alfreð Árnason erfða-
fræðingur, Guðmundur Eggertsson prófessor, Ólafur Ótafsson fyrrverandi tand-
læknir og Unnur Dís Skaptadóttir tektor. Stofnunin hefur verið til húsa að Hólaval-
lagötu 13. Stofnunin réð á árinu verkefnisstjóra, Kristínu Erlu Harðardóttur meist-
araprófsnema, í hálft starf.
Starfsemi
Mannfræðistofnun hefur gengist fyrir fyrirtestraröð um efnið „Á mörkum náttúru
og samfélags". Þegar hafa fimm fyrirlesarar komið á vegum stofnunarinnar: Paul
Rabinow (Berketey), Veena Das (Nýju Deli/New York). Hans-Jörg Rheinberger
(Berlín). Evelyn Fox Ketler (MIT) og William Cronon (Wisconsin).
98