Búnaðarrit - 01.06.1919, Blaðsíða 11
3DNABARB.IT
Skýrsla
um störf Búnaðarfjelags íslands árið 1917.
Jarðyrlíjnfyrirtæki ýmis konar hefir fjelagib styrkt
og haft afskifti af, og eru þessi hin helstu:
Til vatnsveitinga hefir verið varið kr. 644,50. Þar af
til áveitu úr Laxá í Þingeyjarsýslu kr. 150,00. Til áveitu
í Hruna í Árnessýslu kr. 94,50, og í Fagurhlið í Yestur-
Skaftafelllssýslu kr. 400,00.
Til varnar vatnságangi var varið samtals kr. 1170,00;
kr. 720,00 af því til stíflu í Álfhólum og Hábæjarhverfi
í Rangárvallasýslu, og kr. 450,00 til fyrirhleðslu Skálmar
í Yestur-Skaftafellssýslu.
Til áveitutilrauna gengu samtals 171 kr. 60 a. Af
því til áveitutilrauna á Miklavatnsmýri 21 kr. 60 a.,
á Hólum í Hjaltadal 100 kr., og í Miðey í Rangárvalla-
sýslu 50 kr. Þessi síðasttalda greiðsla var fyrir bæði árin
1916 og 1917.
Til jaröyrlcjukenslu veitti fjelagið samtals 720 kr., auk
þeirrar kenslu, sem fer fram við gróðrarstöðina í Reykja-
vík, og þess sem búnaðarsamböndin og Ræktunarfjelagið
verja til hennar af tillagi sínu frá Búnaðarfjelaginu. f
Einarsnesi hjelt Páll kennari Jónsson uppi jarðyrkju-
kenslu, og fjekk til hennar 200 kr., Búnaðarsamband
Borgarfjarðar 240 kr., Búnaðarsamband Suðurlands 120
Er., og Guðmundur Jóhannsson í Brautarholti 160 kr.