Búnaðarrit - 01.06.1919, Page 45
BÚNAÐARRIT
155
Vildi hann ekki láta dreifa fjenu eins mikið og geit
hefði verið, heldur skyldu tekin fyrir nokkur nauð-
synlegustu málin í senn.
2. Jarðræktarnefnd og búfjárræktarnefnd höfðu afhent
forseta þrjár fyrirspurnir til viðbótar við hinar, er
komnar voru áður. Svaraði forseti þeim öllum.
3. Fóðurbirgðanefnd lagði fram álit sitt út af brjefi
sýslumannsins í Þingeyjarsýslu, viðvíkjandi breyt-
ingu á eyðublöðum undir forðagæsluskýrslur.
Tillaga nefndarinnar var samþ. með öllum atkv.
Þá hafði nefndin tekið til athugunar uppástungu
um, að skipað yrði fyrir um mat á innlendu auka-
fóðri, svo sem síldarmjöli, síld, lýsi og lifur.
Tillaga nefndarinnar hjer að lútandi var samþ. í
einu hijóði.
Sama nefnd hafði tekið til athugunar, hver ráð
væru vænlegust til að koma í veg fyrir fóðurskort,
og þar af leiðandi horfelli og tjón á búpeningi.
Tillaga nefndarinnar um að skora á Alþingi að semja
samþyktarlög um fóðurbirgðafjelög eða fóðurbirgða-
samþyktir, er smátt og smátt komi í stað forða-
gæslulagannafrá lO.nóv. 1913, aðnokkrueðaöllu leyti.
Tillagan, eins og hún er greind í álitinu, samþykt
með öllum atkv.
4. Jarðræktarnefnd lagði fram álit sitt um erindi, er
henni hafði borist frá Eggert bónda Jónssyni á Gufu-
nesi um framhaldsleigu í samtals 35—40 ár á svo-
nefndum Arnarbælisforum í Ölfusi. Nefndin bar fram
tillögu til þingsályktunar þess efnis, að Eggert bónda
Jónssyni yrði trygður leigurjettur á Forunum í 35
ár, með þeim skilyrðum, er nánar eru greind í
tillögunni.
Tillaga nefndarinnar samþ. með öllum atkv.
5. Sölunefnd lagði fram álit sitt um fjárveiting til
markaðsrannsókna.