Hugur - 01.01.1991, Síða 7

Hugur - 01.01.1991, Síða 7
HUGUR 3,- 4. ÁR 1990/1991 s. 5-16 Atli Harðarson Um frjálsan vilja Æðsta heill er að eiga ráð eigin vilja og hugarfars. (Sófókles: Lokasöngur kórsins í Antígónu) 1. Vandamálið í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um frelsi viljans. Spurningamar sem ég ætla að reyna að svara eru: Hafa menn frjálsan vilja? Hvað er frjáls vilji? Hver eru tengsl frjáls vilja og siðferðis? Allt frá því á miðöldum hafa bollaleggingar heimspekinga um frjálsan vilja tengst umræðu um nauðhyggju og brigðhyggju og spurningum um hvort og hvernig vilji fólks sé fyrirfram ákvarðaður af náttúrulegum orsökum eða einhvers konar nauðsyn. Bollaleggingar um frjálsan vilja hafa einnig tengst siðfræði og spurningum um mannlega reisn og ábyrgð. Um þessi efni hafa verið settar fram alls konar kenningar. Sumir hafa sagt að viljinn geti ekki verið frjáls nema hann sé óháður náttúrulegum orsökum og án frjáls vilja geti menn engan veginn borið ábyrgð á gerðum sínum.1 Aðrir hafa svo haldið því fram að lúti viljinn ekki einhvers konar orsakalögmálum þá sé allt siðferði óhugsandi og engin skynsamleg ástæða til að lofa menn fyrir það sem þeir gera vel eða lasta það sem þeir gera illa.2 Áður en við tökum afstöðu til þess hvernig frjáls vilji tengist náttúrulegum orsökum og siðferði verðum við að gera okkur ein- hverja grein fyrir því hvað frjáls vilji er. Niðurstöður mínar í þessari ritgerð benda til þess að tilvera frjáls vilja velti engan veginn á því hvort einhvers konar nauðhyggja er sönn eða ekki. Séu þessar niðurstöður sannleikanum samkvæmar þá eru allar kenningar um að siðferði velti á sanngildi nauðhyggju- og 1 Meðal hcimspekinga sem hafa haldið þessu fram má frægastan telja Immanúcl Kant. 2 Frægasti talsmaður þessarar skoðunar er David Hume.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.