Hugur - 01.01.1991, Side 13
HUGUR
Umfrjálsan vilja
11
komna sjálfstjóm) samræmist því sem þeir telja skynsamlegt (þ.e.
gildismati þeirra). Þetta er aftur á móti rangt að þvf leyti að menn
hafa yfirleitt ekki fullkomna sjálfstjórn. Skynsemin hefur ekki mátt í
hlutfalli við myndugleika. Við rekumst hvarvetna á vanmátt hennar:
Það er enginn skortur á dæmum um fólk sem brestur kjark, dugnað
og þolinmæði til að gera það sem það veit að er sjálfu því og öðrum
fyrir bestu.
Að láta stjórnast af skynsemi er það sama og að láta stjórnast af
rökum, skynsamlegu gildismati og réttri sýn á veruleikann. Menn
taka skynsamlega afstöðu ef þeir eru tilbúnir að breyta henni þegar
þeim er bent á ný rök eða nýjar staðreyndir eða veilur í gildismati
sínu. Sá sem lætur stjórnast af rökum tekur tali. En séu ástæður
manna óskynsamlegar er undir hælinn lagt hvaða áhrif rök hafa á þá.
I ljósi þessa ætti það ekki að vera neitt undrunarefni hvað skynsemin
má sín stundum lítils, að minnsta kosti eru fæstir neitt hissa á því að
röklausar hneigðir (eins og geðvonska, hefnigimi og meðaumkun) og
ytri þrýstingur (eins og félagslegur þrýstingur, tíska, hótanir og
áróður) hafi stundum meiri áhrif en skynsamlegar ástæður og rök.
En er frelsið þá fólgið í því að skynsamleg rök fái sigrast á ytri
þrýstingi og röklausum hneigðum? Já og nei. Það er vissulega talið til
marks um góða sjálfstjórn að geta hagað sér skynsamlega við erfið
skilyrði. En með þessu er ekki sagt að það sé neitt varið í að heyja
sífellda baráttu. Best er að vera heill og hreinn, þannig að hvatirnar
styðji viljann, og búa í siðuðu samfélagi þar sem aðstæðurnar hvetja
menn til þess að haga sér skynsamlega, eða eins og viljinn býður.
Þetta má ekki skilja svo að frjáls vilji sé fólginn í því einu að val
manns stjómist af rökum eða því sem virðist vera rétt og skynsam-
legt. Menn ráða ekki sjálfír vilja sínum nema þeir ráði sjálfir hvað
þeim virðist rétt og skynsamlegt. Menn ráða sér ekki sjálfir þótt þeir
ráði vali sínu og breyti ævinlega í samræmi við það sem þeir telja
best ef vilji þeirra stjórnast af annarlegum ástæðum, t.d. ef einhver
getur stjórnað hvað þeir telja best með lyfjagjöf, heilaþvotti eða
þvílíkum aðferðum eða ef eigin hagsmunir, ytri þrýstingur eða erfiðar
kringumstæður brengla gildismat þeirra og veruleikaskyn.
En hvað er að ráða sjálfur vilja sínum? Það er það sama og að
móta sjálfur gildismat sitt. Ekki getur verið um það að ræða að menn
móti eigið gildismat á annan hátt en þann að þeir reyni að bæta það.