Hugur - 01.01.1991, Page 22
20
W.V.O. Quine
HUGUR
hver þér teljið vera höfuðmarkmið vísindanna? Skilning,forsögn um
framtíðina, vald yfir náttúrunni? Eða allt þetta?
Vísindi þjóna, held ég, tvennum tilgangi: annars vegar er
skilningur, hins vegar vald yfir umhverfinu. Og þetta tvennt helst í
hendur. Forsagnir eru ekki markmið í sjálfu sér; þær eru prófsteinn á
gildi vísindalegrar kenningar. En auðvitað er náið samband milli
forsagna og valdsins.
Teljið þér að skilningur sé eftirsóknarverður í sjálfum sér? Mundi
skilningur gefa vísindunum gildi jafnvel þótt hann veitti ekkert vald?
Já, skilningur er eftirsóknarverður í sjálfum sér — á sama hátt og
siðferði. Og ég held að á þessu megi finna sálfræðilega skýringu, á
endanum kannski með tilvísun til þróunar mannkynsins. Þetta yrði
orsakaskýring á því siðferði sem við búum við, og á ástríðu okkar til
að vita og skilja. En bæði siðferði og skilningur eru endanleg
verðmæti: við getum gefið á þeim orsakaskýringar, en þau verða ekki
réttlætt frekar.
Eru orsakaskýringar helsta keppikefli vísindanna? Ég spyr vegna
þess að margir heimspekingar hafa þá hugmynd um vísindalega
aðferðafræði að réttnefnd vísindaleg skýring hljóti að vera orsaka-
skýring.
Mér virðist þetta skynsamleg skoðun. En vitaskuld er orsakarhug-
takið torrætt, og fremur óljóst. Sjálfur held ég að kjarni orsakarhug-
taksins sé hugmyndin um flutning orku. Þar með verður orsakarhug-
takið vísindalegt hugtak fyrst og fremst. En það tilheyrir ævafomum
og frumstæðum hluta vísindanna, og ég á hægt með að hugsa mér að
heimsmynd vísindanna breytist þannig að orsakarhugtakið hætti að
skipta máli. En eins og nú standa sakir er það eitt höfuðhugtak
vísindanna.
Hvað um svonefnd félagsvísindi — sálarfrœði, félagsfrœði,
stjórnfrœði, mannfrœði? Eru þetta vísindi í yðar skilningi?
Já, vissulega. En þar fyrir eru ekki öll vísindi jafngóð: í mörgum
greinum vantar mikið á að nákvæmniskröfum sé hlítt, og af því ræðst
vísindalegt gildi þessara greina.
Margir trúa því, eins og þér vitið, að djúp sé staðfest milli
félagsvísinda og náttúruvísinda — einn er Peter Winch, höfundur
Hugmyndarinnar að félagsvísindum sem er nýkomin út á íslensku.