Hugur - 01.01.1991, Page 23
HUGUR „Skilningur er eftirsóknarverður ísjálfum sér“ 21
Bæði eiga aðferðirnar að vera gerólíkar, svo og viðfangsefnin. Hafið
þér eitthvað um þetta að segja?
Já, túlkunarfræðingarnir. Ég man eftir langri og skemmtilegri
ritgerð eftir Wolfgang Stegmúller í Munchen; hún er í bók hans
Rationale Rekostruktion. Þar fjallar hann annars vegar um kvæði eftir
þýska miðaldaskáldið Walter von der Vogelweide og hins vegar um
dulstirni, sem er ein af nýlegum og heldur torræðum uppgötvunum
stjörnufræðinnar. Stegmuller færir að því hnyttin rök að deilurnar um
túlkun þessa miðaldakvæðis — sem eru dæmigerðar fyrir allt það
sem túlkunarfræðingar telja einkenna mannleg fræði en ekki náttúru-
vísindi — séu nauðalíkar ágreiningi stjarneðlisfræðinga um dulstimi.
Og af þessu dregur StegmUller þá ályktun að það sé enginn
eðlismunur hér: önnur eins nákvæmnisvísindi og stjörnufræði eru á
sama báti og mannleg fræði. Þessi ritgerð þótti mér sannfærandi.
Þér nefnduð „túlkunarfrœðinga". Hafið þér myndað yður skoðun
á þeirri heimspeki sem iðkuð er á meginlandi Evrópu? A Husserl,
Heidegger og Sartre, til dœmis?
Já. Ég kemst ekkert áleiðis með Husserl; ég hef-reynt við
rökfræðirit hans, Logische Untersuchungen. Vandinn er sá að ég skil
ekki leikreglurnar þegar allt er reist á sjálfskoðun. Það vantar alla ytri
skírskotun. Orð velta á öðrum orðum, og fyrr en varir taka hugtökin
að svífa í lausu lofti. Og þetta á við um fyrirbærafræði almennt.
Jafnframt kannast ég við að ráðgáturnar sem Husserl var að glíma
við eru að mestu leyti hinar sömu og ég hef fengist við. Og það er
eins víst að einhver sem ratar betur en ég um sjálfskoðunarmýrarnar
hans geti fundið margt hjá honum sem varpar ljósi á mínar kenningar,
eða hjá mér sem varpar ljósi á Husserl.
Svo þér forkastið ekki fyrirhœrafrœði eins og margir rökgrein-
ingarheimspekingar hafa gert?
Nei, ekki alveg. En ég er fullur efasemda. Og hvað tilvistar-
stefnuna varðar hef ég aldrei getað lesið Heidegger. Sami vandinn
verður fyrir mér: þrotlaus leikur að orðum, verri en hjá Husserl.
Einu sinni las ég bók eftir William Barrett, Irrational Man. Ég
þekkti Barrett; þá var hann lærisveinn Rudolfs Carnap eins og ég.
Við vorum saman í flokki ungra „pósitívista"; alla vega vorum við
hallir undir „pósitívista“, að minnsta kosti var Barrett það. Og svo
gerðist hann ákafur tilvistarspekingur. Ég hugsaði með mér að enginn