Hugur - 01.01.1991, Side 24
22
W.V.O. Quine
HUGUR
væri betur til þess fallinn en fyrrverandi „pósitívisti“ til að gera mér
tilvistarstefnuna skiljanlega.
En þegar ég las bókina — mestalla — sá ég að mér hafði skjátlast.
Hér var vandinn sá að allt sem Barrett hafði að segja voru sjálfsagðir
hlutir. Undirtóninn var svartsýni og tómhyggja: „Til hvers lifum við
lífinu? Við því er ekkert svar!“ Nú — ég er sammála þessu, en mér
virðist það ekki vera uppgöt\’un sem hægt er að vinna neitt úr.
Kannski var tilvistarstefnan fyrst og fremst bókmenntagrein, eða
kveikja að ákveðinni tegund bókmennta. Eins og hjá Sartre sjálfum,
eða kannski hjá Iris Murdoch.
Það sem þér segið nú vekur nýja spurningu: Margir halda, bœði á
Islandi og annars staðar, að heimspekingar œttu að hafa eitthvað
mikilsvert að segja við hvern mann, eitthvað sem skiptir miklu í
daglegu lífi. Hver er yðar skoðun á því?
Mér hefur reynst það erfitt. En það væri gott að geta það. Gilbert
Ryle skrifaði litla bók sem ég dáðist mikið að — Ógöngur hét hún,
Dilemmas. Hún er mjög alþýðlega skrifuð, og mér þótti Ryle gera
ráðgátur heimspekinnar áþreifanlegar fyrir hverjum óbreyttum
lesenda. Að vísu fjallar bókin ekki um hvað geri lífið þess virði að
því sé lifað. En Ryle gæðir heimspekina lífi. Svo að það er hægt, þó
að ég hafi ekki skeytt um það. Kannski ég hafi komist nálægt því í
einni ritgerð eða tveimur — um þverstæður rökfræðinnar og
undirstöður stærðfræðinnar.
Satt að segja hefur mér ekki fundist að heimspeki af því tagi sem
ég stunda eiga mikið erindi við allan þorra manna. Ef forstjóri BBC
hefði borið undir mig hvort ráðlegt væri að búa til fimmtán þætti um
heimspeki eins og gert var og þeir kallaðir „Men of Ideas“ — einn
þátturinn átti að vera viðtal við mig — þá hefði ég ráðið honum frá
því. En ég var ekki spurður álits, heldur þáði ég boð um að siást í
hópinn eftir að þættirnir voru afráðnir. Og sé ekki eftir því. En mér
hefur samt virst að engin ástæða sé til að fólk almennt hafi meiri
áhuga á því sem ég fæst við heldur en til dæmis á lífrænni efnafræði.
Ég veit vel að lífræn efnafræði er mikilvæg grein, en samt hef ég
engan áhuga á henni, og mundi held ég aldrei lesa alþýðlega grein
um hana, sama hversu skiljanleg hún væri.
En efþetta er nú rétt hjá yður, hvers vegna skyldu menn þá verja
fé til að iðka og kenna heimspeki?