Hugur - 01.01.1991, Síða 25
HUGUR „Skilningur er eftirsóknarverður í sjálfum sér" 23
Þetta er erfið spurning. Á að verja fé til mjög hreinna, sértækra
fræða ekki síður en til hinna hlutbundnari og hagnýtari fræða?
Ein nytjarökin fyrir því eru þau að lausn á einhverjum sértækum
vanda í hreinum fræðum getur stundum flýtt fyrir framförum annarra
fræða, og jafnvel bætt við einhverja tækni á endanum. En þetta yrðu
ekki meginrök mín, því að ég tel leitina að þekkingu og skilningi vera
markmið í sjálfri sér. En þá vaknar sá vandi hvort allur þorri manna
eigi að standa straum af þeirri ástríðu til þekkingar og skilnings sem
aðeins fáir menn hafa til að bera — þeir okkar til dæmis sem áhuga
hafa á heimspeki. Á að ausa fé í svo fámennan hóp?
Ef sértæk vísindi væru aðeins dægradvöl — eins og skák eða
frímerkjasöfnun — þá svaraði ég neitandi. Á hinn bóginn virðast mér
mjög sértæk fræðileg vandamál vera ákaflega mikilvæg í sjálfum sér,
þó svo ég viti ekki hvemig á að gera mikilvægi þeirra hverjum manni
ljóst. Ekki svo að skilja að ég sé á móti því að slík vandamál verði
almenningseign. Mér væri það mesta fagnaðarefni ef einhverjum
lánaðist að skrifa alþýðlegt heimspekirit sem væri bæði skýrt og
skemmtilegt.
Mér þœtti gott að mega spyrja tveggja spurninga sem snerta
kenningar yðar, og almenningur kynni að láta sig einhverju skipa.
Fyrri spurningin er: effyrir okkuryrðu verur aföðrum hnetti, hvaða
líkur teljið þér á því að við gœtum talað við þœr?
Ég held að það þyrftum við alls ekki að geta. Eina leiðin sem ég
hef komið auga á til að skilja öldungis framandi tungumál veltur á
því að við deilum með þeim sem málið tala einhverjum viðmiðum
um líkt og ólíkt', og slík viðmið geta verið mjög breytileg. Og ef
mikill munur væri á slíkum viðmiðum, þá yrðu allar tilraunir okkar til
aðleiðslu — til að leiða alhæfar tilgátur af dæmum — vita árangurs-
lausar. Við þyrftum ekki einu sinni að geta stuðst við ertingu skyn-
færa vera af öðrum hnetti, því að skynfæri þeirra kynnu að vera svo
gerólík okkar að þau bregðist aðeins við ertingu sem hefur engin
áhrif á okkur.
Síðari spurningin er sú hvort til sé „ólýsanleg hugsun" — hugsun
sem ekki verður látin í Ijósi í orðum — eða alla vega hugsun sem
maður á engin orð yfir.
Vandinn væri að finna merkinguna í orðunum „ólýsanleg hugsun".
Ég veit hvað það er að finna til spennu við leit að orðum, og síðan