Hugur - 01.01.1991, Side 26
24
W.V.O. Quine
HUGUR
fylgir því léttir þegar að orðin finnast. Er þetta hugsun? Ólýsanleg
hugsun? Mér virðist það ekki skipta meginmáli hvort við látum orðið
„hugsun“ ná yfir slík dæmi eða ekki, eða hvort við segjum að maður
hafi ekki hugsað fyrr en hann veit hvernig á að koma orðum að
hugsun sinni.
Á hinn bóginn hvarflar ekki að mér að öll hugsun sé bundin við
orð. Hugsum okkur verkfræðing að smíða vél. Hann vantar nýjan
vélarhluta til að leysa einhvem vanda. Kannski snýr hann fingrunum
og líkir með þeim eftir þessum vélarhluta, eða þá hann beitir
vöðvunum með þeim hætti sem atferðisfræðingurinn John B. Watson
lýsti; það þurfa ekki að vera vöðvar í talfærunum. Og þetta er að
hugsa. Svo að ekkert er algengara en hugsun án orða. En alla slíka
hugsun er hægt að láta í ljósi með orðum, að minnsta kosti gæti
maður gert það sem væri ef til vill betur máli farinn en verk-
fræðingurinn.
En hvernig munduð þér þá vilja skilja þá reynslu, sem margir
kannast við, að maður leiti að orði.finni það svo og segi: „Þarna
kom það! “ Þá er það ekki að honum falli orðið, eða þá að það sé orð
sem hæfi vel samhenginu — eins og gœti gerst efeinhver annar hefði
stungið upp á því; þá gœti það jafnvel gerst að orðið sem stungið
væri upp á væri betra en orðið sem maður var sjálfur að leita að —
heldur er — þetta orðið sem leitað var að; það var einhvers staðar í
fylgsnum hugans. Mér virðist það sem þér sögðuð um spennu og létti
ekki hæfa þessu dæmi. En er dæmið ekki raunhæft?
Jú, þetta gerist auðvitað: maður man ekki orð. Oft gríp ég í
orðabók og finn þar orð sem ég var að leita að. Stundum rétta orðið,
og stundum orð sem ég Ieitaði og sé að það er ekki rétta orðið. Mikil
ósköp.
En hvernig getið þér gert grein fyrir þessu með tilvísun til spennu
og léttis? Er hér ekki hugsun sem gerist án þess við vitum af því?
Ólýsanleg hugsun?
Eins og ég sagði þá þarf hugsun ekki að vera bundin við orð.
Hugsun verkfræðingsins um vélarhlutann er það ekki, og þá þarf
hugsun um orð ekki að vera það heldur.
Nú vildi ég mega spyrja spurningar sem margir fræðimenn,
einkum í náttúruvísindum, hafa áhuga á — um rökfræði, sem hefur