Hugur - 01.01.1991, Page 28
26
W.V.O. Quine
HUGUR
Hetjurnar eru kannski ekki margar. Rudolf Carnap var sá sem
langmest áhrif hefur haft á mig, þó svo að ég hafi reynst honum
ósammála um flesta hluti. Hann hafði miklu meiri áhrif á mig en
Russell og Whitehead. Og auðvitað hef ég mesta dálæti á Hume.
Hverjir aðrir? Jú, Aristóteles — hann fremur en Platón. En ég er nú
ekki lærður maður í heimspeki fomaldar.
Hvað um aðra sígilda heimspeki?
Ég er ekki lærður maður í neinni sígildri heimspeki. Ég hef lesið
Platón meira en Aristóteles, og af síðari alda heimspekingum þá
Kant, Leibniz og Hume. Descartes minna, Spinoza miklu minna.
Hvað um Berkeley?
Jú, honum má ég ekki gleyma.
Hafa einhverjir sígildir heimspekingar haft hein áhrifá hugmyndir
yðar?
Ekki bein. En eftir á að hyggja virðist mér ég finna til skyldleika
við Kant.
Hvaða skyldleika helst?
Einkum þess að við leggjum báðir mikla áherslu á hinn mannlega
þátt í allri þekkingu okkar á náttúrunni. Vísindalegar kenningar velta
á skynjun okkar og hugsun, og hugsunin ræðst aftur af uppeldi og
erfðum. Og lífverur af öðrum hnetti kynnu að skynja heiminn og
hugsa um hann allt öðru vísi en við, þannig að vísindi þeirra yrðu öll
önnur. En auðvitað er ég ósammála Kant um að hér sé um
óbreytanlegt eðli mannsins að ræða.
Breytilegt mannseðli kannski?
Já, breytilegt.
Hvað virðist yður um ameríska heimspeki? Er hún til sem slík, og
hvað hefur hún haft mikilsvert fram að fœra? Hefur kannski yðar
eigin heimspeki einhver séramerísk einkenni?
Ég held að það sé ekki til nein séramerísk heimspeki sem orð sé á
gerandi. Svonefndur „pragmatismi“ — kenningar Peirce, James,
Deweys og fleiri heimspekinga — er oft talin séramerískur; en ég get
ekki séð að „pragmatismi“ sé ýkja frábrugðinn annarri raunhyggju.
Mér virðist meiri munur á „pragmatistum" innbyrðis heldur en á
mörgum þeirra og höfundum eins og Austurríkismanninum Emst
Mach sem ekki er talinn „pragmatisti" heldur einungis raunhyggju-
maður.