Hugur - 01.01.1991, Side 30
28
W.V.O. Quine
HUGUR
Ég held að verk Wittgensteins muni lifa, og menn muni kannast
við að þau hafi verið mjög áhrifamikil. En þau verða kannski ekki
sett í flokk með ritum Humes, Kants og Berkeleys, vegna þess að
Wittgenstein er ekki höfundur að heilu heimspekikerfi, auk þess sem
margar af kenningum hans eru tilgátur.
Hvað um þœr hugmyndir sem valdið hafa mestu fjaðrafoki í
heimspeki allra síðustu ára, einkum í Ameríku, en líka miklu víðar
um lönd? Eg hef kenningar Sauls Kripke í huga öðrum fremur.
Haldið þér að þœr séu lífvænlegar?
Nei, það held ég ekki. Ég held að háttarökfræði Kripkes, og öll
frumspeki hans um mögulega heima, séu öldungis ófrjóar sem frum-
spekilegt sjónarmið — sem er sjónarmið Kripkes sjálfs. Ég held
sjálfur að möguleiki og nauðsyn — sem eru höfuðhugtök Kripkes —
séu afstæð hugtök, afstæð við tilteknar gefnar aðstæður, og eigi þess
vegna ekki rétt á sér meðal vísindalegra eða frumspekilegra hugtaka.
Frumspeki Kripkes um algilda nauðsyn held ég sé röng, og
kenningar hans um mögulega heima aðeins villandi líkingamál. Ég
get ekki séð að frumspekileg nauðsynjarkenning hafi neitt vísinda-
gildi eða varpi minnsta Ijósi á eðli veruleikans.
Hvaða samtímaheimspekingar haldið þér að muni lifa í sögunni —
eða œttu að lifa — sem meiri háttar hugsuðir?
Einn er nemandi minn og vinur Donald Davidson. Og ég hef líka,
svo undarlegt sem það kann að virðast, mikið álit á Roderick
Chisholm, þótt ég sé alveg ósammála honum í grundvallaratriðum.
Hann er gífurlega nákvæmur hugtakasmiður, og mér virðist allt verk
hans ennþá tilkomumeira fyrir þá sök að kenningar hans eru allar
reistar á sandi. Þeim mun meira afrek er byggingin. Hann er mikill
handverksmaður, og honum hefur fleygt fram síðustu þrjátíu árin.
En þurfa menn ekki að skrifa eitthvert stórvirki til að þeirra verði
minnst í hugmyndasögunni? Hefur Chisholm skrifað nokkurt slíkt
stórvirki?
Kannski ekki. Og Davidson hefur ekki einu sinni gefið út bók.
Einn starfshróðir yðar við Harvard, John Rawls, hefur skrifað
stóra bók um réttlœti, A Theory of Justice, sem vakið hefur mikla
athygli. Skyldi hún vera heimspekilegt stórvirki?