Hugur - 01.01.1991, Side 36

Hugur - 01.01.1991, Side 36
34 Tvœr kreddur raunhyggjumanna HUGUR samheitapör eins og „móðir“ og „kona sem á bam“ — samheitapör af þeirri gerð sem valda tilkomu rökhæfinga af síðari gerðinni. í besta falli geta ástandslýsingar talist kennimark eiginlegra röksanninda en ekki rökhæfinga almennt. Ég er ekki að gefa í skyn að Carnap geri sér ekki grein fyrir þessu atriði. Hið einfaldaða mállíkan hans sem hefur að geyma ástands- lýsingar á fyrst og fremst að þjóna öðrum tilgangi en leysa vandann við rökhæfingar almennt, nefnilega að gera grein fyrir líkindum og aðleiðslu. Hins vegar eru rökhæfingar okkar vandamál; og þar felst meginvandinn ekki í eiginlegum röksannindum, heldur fremur í rökhæfingum sem byggjast á hugmyndinni um samheiti. 2. Skilgreiningar Til eru þeir sem finna huggun í því að rökhæfingarnar í síðari flokknum megi smætta með skilgreiningu í eiginleg röksannindi í fyrri flokknum; til dæmis er orðið „móðir“ skilgreint sem „kona sem á bam“. En hvemig komumst við að því að „móðir“ er skilgreint sem „kona sem á barn“? Hver skilgreindi orðið svo og hvenær? Eigum við að höfða til næstu orðabókar og telja framsetningu orðabókarhöfundarins lög? Þá væri eggið augljóslega farið að kenna hænunni. Orðabókarhöfundurinn stundar fræði sín á- grundvelli reynslunnar, hann hefur þann starfa að skrá framkomnar staðreyndir; og ef hann útskýrir „móðir“ sem „kona sem á barn“ er það vegna þess að hann álítur að þessi heiti tengist sem samheiti, það hafi falist í notkun þeirra almennt eða í málvenjum áður en hann tók til starfa. Hugmyndina um samheiti sem hér er gengið að vísri, á enn eftir að skýra, líklega með tilvísun til málatferðis. „Skilgreiningin" sem er tilkynning orðabókarhöfundarins um samheiti sem hann hefur tekið eftir, getur vissulega ekki talist ástæðan til þess að um samheiti er að ræða. Raunar eru það ekki einungis málfræðingar sem fást við skil- greiningar. Heimspekingar og vísindamenn þurfa oft að „skilgreina“ torskilin orð með því að umorða þau á almennara mál. En eins og hjá málfræðingum er slík skilgreining yfirleitt hrein orðtaka sem staðfestir samheitatengsl sem voru til staðar áður en haft var orð á þeim.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.