Hugur - 01.01.1991, Side 44
42
Tvœr kreddur raunhyggjumanna
HUGUR
4. Túlkunarreglur
í fyrstu virtist eðlilegast að skilgreina rökhæfingar með tilvísun til
skilnings máls. Við frekari úrvinnslu reyndist tilvísun til skilnings
fela í sér tilvísun til samheita eða skilgreininga. En skilgreiningar
reyndust vera mýraljós, og samheiti reyndust vera best skilin með
hjálp fyrirfram tilvísunar til rökhæfinganna sjálfra. Enn á ný stöndum
við því frammi fyrir vandanum við rökhæfingar.
Ég veit ekki hvort staðhæfingin „Allt sem er grænt hefur rúmtak“
er rökhæfing. Er óvissa mín í þessu dæmi til marks um takmarkaðan
skilning, að ég geri mér takmarkaða grein fyrir „skilningi" orðanna
„grænt“ og „rúmtak“? Ég held ekki. Vandkvæðin felast ekki í
„grænt" eða „rúmtak“, heldur í orðinu „rökhæfing".
Oft er gefið í skyn að vandinn við að greina rökhæfingar frá raun-
hæfingum í mæltu máli stafi af því hve mælt mál er ónákvæmt og að
greinarmunurinn sé skýr þegar við höfum nákvæmt gervimál með
greinargóðum „túlkunarreglum". Þarna er hins vegar ruglingur á
ferðinni eins og ég mun reyna að sýna.
Hugmyndinni um rökhæfingar sem við erum að kljást við er ætlað
að fela í sér vensl staðhæfinga og tungumála: staðhæfing S er sögð
vera rökhæfing í máli M, og vandinn er að fá vit í þessi vensl
almennt, það er, fyrir breyturnar „S“ og „Aí“. Ekki er svo að sjá að
þetta sé minna vandamál varðandi gervimál en fyrir raunveruleg.
Vandinn við að fá vit í ummælin „S er rökhæfing í M“ þar sem „S“
og „A/“ eru breytur, er jafn illviðráðanlegur þó svo við takmörkum
gildissvið breytunnar ,M“ við gervimál. Leyfið mér nú að sýna fram
á þetta atriði.
Það liggur beint við að Ieita til skrifa Carnaps um gervimál og
túlkunarreglur. Túlkunarreglumar hans eru með ýmsu sniði, og til að
geta sýnt fram á það sem ég ætla mér verð ég að greina á milli þeirra.
Til að byrja með skulum við gera ráð fyrir gervimáli M„ með túlkun-
arreglum sem felast í beinni tilgreiningu allra rökhæfinga í M„ með
þrepaskilgreiningum eða á annan hátt. Reglumar segja okkur að til-
teknar staðhæfingar og aðeins þær, séu rökhæfingar í M„. Nú, hér er
vandinn einfaldlega sá að reglumar hafa að geyma orðið „rökhæfing"
sem við skiljum ekki. Við skiljum hvaða orðasambönd reglurnar telja