Hugur - 01.01.1991, Síða 45
HUGUR
W. V. Quine
43
rökhæfingar, en við skiljum ekki hvað það er sem þær telja
orðasamböndin vera. Áður en við getum skilið reglu sem byrjar
„Staðhæfingin 5 er rökhæfing í máli M„ þá og því aðeins að
verðum við í stuttu máli sagt að skilja hvaða vensl felast í altæka
heitinu „rökhæfing í“; við verðum að skilja ,JS er rökhæfing í Aí“ þar
sem „S“ og „M“ eru breytur.
Að vísu er annar kostur sá að við getum litið á hina svokölluðu
reglu sem venjubundna skilgreiningu á nýju ósamsettu tákni
,,rökhæfingu-í-M„“, sem fremur ætti að skrifa á óvilhallan hátt sem
„K“ svo að það virðist ekki varpa ljósi á hið athyglisverða orð
„rökhæfing“. Augljóslega má tilgreina hvaða fjölda mengja
staðhæfinga í M„ sem er, K, L, N o.s.frv., í ýmsum tilgangi eða að
ástæðulausu; hvað felst í að segja að K andstætt L, N o.s.frv., sé
mengi staðhæfinganna í M„ sem eru „rökhæfingar“?
Með því að tilgreina hvaða staðhæfingar eru rökhæfingar í M„
skýrum við ,,rökhæfingar-í-M„“, en hvorki „rökhæfingar" né
„rökhæfingar í“. í þessu felst engin skýring á ummælunum „S er
rökhæfing í M“, þar sem „S“ og „M“ eru breytur, jafnvel þótt við
sættum okkur við að takmarka gildissvið ,M“ við gervimál.
Raunar vitum við nóg um hvað ætlast er til að felist í
„rökhæfingum" til að vita að rökhæfingar eiga að vera sannar. Snúum
okkur þá að annarri gerð túlkunarreglna sem ekki tiltekur ákveðnar
staðhæfingar sem rökhæfingar, heldur hljóðar einfaldlega upp á að
ákveðnar staðhæfingar séu á meðal þeirra sem láta í ljós sannindi.
Slík regla verður ekki gagnrýnd fyrir að innihalda orðið „rökhæfing"
sem við skiljum ekki; og við getum viðurkennt til málamynda að
víðtækara orðið „sannindi" feli engin vandkvæði í sér. Túlkunarregla
af þessari síðari gerð, sannindaregla, á ekki að tilgreina öll sannindi í
málinu; hún tilgreinir einungis, með þrepaskilgreiningu eða öðru
móti, ákveðinn fjölda staðhæfinga sem teljast eiga sannar ásamt
öðrum sem ekki eru tilgreindar. Viðurkenna má að slík regla sé
allsendis ljós. Eftir á má afmarka rökhæfingar á eftirfarandi hátt út frá
reglunni: staðhæfing er rökhæfing ef hún er (ekki einungis sönn,
heldur) sönn samkvæmt túlkunarreglunni.
Enn er samt í raun ekki um neinn ávinning að ræða. I stað þess að
vísa til óskilgreinda orðsins „rökhæfing“, vísum við til óskilgreinda
orðsins „túlkunarregla“. Ekki geta allar sannar staðhæfingar sem