Hugur - 01.01.1991, Page 48

Hugur - 01.01.1991, Page 48
46 Tvcer kreddur raunhyggjumanna HUGUR sem máli skipta um rökhæfingar. En líkan þar sem auðkenni rökhæfinga eru ósmættanleg er ekki vænlegt til að varpa ljósi á vandann við að gera grein fyrir rökhæfingum. Það er augljóst að sannindi almennt byggjast bæði á málinu og staðreyndum utan þess. Staðhæfingin „Brútus drap Caesar“ væri ósönn ef heimurinn hefði verið öðruvísi að ákveðnu leyti, en hún væri einnig ósönn ef orðið „drap“ væri fremur skilið sem „gat af sér“. Þess vegna hneigjumst við til að gera almennt ráð fyrir að sannleika staðhæfingar megi með einhverju móti greina í málþátt og stað- reyndaþátt. Ef gengið er út frá þessu, virðist líklegt að staðreynda- þátturinn í sumum staðhæfingum skipti ekki máli; og að þær stað- hæfingar séu rökhæfingar. En þar með hafa mörk á milli rökhæfinga og raunhæfinga einfaldlega ekki verið dregin, hversu rökvíslegt sem það gæti virst fyrirfram að svo sé. Að telja að slíkum greinarmuni sé yfirleitt til að dreifa, er óraunsæ kredda raunhyggjumanna, frum- spekilegt trúaratriði. 5. Sannreynslukenningin og smœttarhyggjan í þessum svartsýnu hugleiðingum höfum við litið hugmyndina um skilning máls og síðan hugmyndina um þekkingarsamheiti og loks hugmyndina um rökhæfingar hornauga. En spyrja mætti, hvað rneð sannreynslukenninguna um skilning máls? Þetta orðtak hefur náð svo tryggri fótfestu sem einkennisorð raunhyggju að við værum vissulega afar óvísindaleg að skyggnast ekki eftir hvort þar er á ferðinni mögu- leg lausn á vandanum um skilning máls og þeim er tengjast honum. Sannreynslukenningin um skilning, sem hefur verið áberandi í fræðunum frá og með skrifum Peirce, er á þá leið að skilningur staðhæfingar felist í hættinum á að staðfesta eða hnekkja henni í reynslu. Rökhæfing er það markadæmi sem fær staðfestingu hver svo sem reynslan er. Eins og hvatt er til í fyrsta hlutanum getum við auðveldlega litið framhjá spumingunni um skilning sem fyrirbæri og vikið beint að því þegar um sama skilning eða samheiti er að ræða. Þá kveður sann- reynslukenningin á um að staðhæfingar séu samræðar (hliðstætt því er orð eru samheiti) þá og því aðeins að þær séu sannreyndar á sama hátt í reynslunni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.