Hugur - 01.01.1991, Síða 50

Hugur - 01.01.1991, Síða 50
48 Tvœr kreddur raunhyggjumanna HUGUR að sérhver hugmynd hlyti annaðhvort að eiga rætur beint í skyn- reynslu, eða þá að vera samsett af hugmyndum sem þar ættu rætur; og með því að fylgja ábendingu frá Tooke gætum við umorðað þessa kenningu á merkingarfræðimáli með því að segja að ef unnt eigi að vera að leggja skilning í heiti verði það annaðhvort að vera nafn skynreyndar eða samsett úr slíkum nöfnum eða stytting á slikri sam- setningu. Þannig fram sett tekur kenningin ekki af tvímæli um hvort skynreyndir eru heldur atburðir í skilningarvitunum eða skynjanlegir eiginleikar; og ekki er ljóst af henni hvers konar samsetningar eru leyfilegar. Ennfremur er kenningin óþarflega og óheyrilega ströng þar sem hún krefst þess að hvert orð fyrir sig sé vegið og metið. Það er skynsamlegra og helst samt innan marka þess sem ég nefni róttæka smættarhyggju, ef við lítum á heilar staðhæfingar sem þær einingar sem koma skilningi á framfæri — og krefðumst þannig að unnt eigi að vera að þýða staðhæfingar okkar í heild yfir á skynreyndamál, en ekki að þær þurfi að þýða orð fyrir orð. Þessari lagfæringu hefði án efa verið vel tekið af Locke, Hume og Tooke, en í reynd varð hún að bíða mikilvægrar viðhorfsbreytingar í merkingarfræði — þess nýmælis að tekið var að líta svo á að fyrst og fremst staðhæfingar en ekki heiti fælu í sér skilning. Þessi viðhorfsbreyting sem sjá má stað í Bentham og Frege, býr að baki hugmynd Russells um ófullgerð tákn sem eru skilgreind í sam- hengi;16 hún birtist einnig í sannreynslukenningunni um skilning, því það sem við sannreynum eru staðhæfingar. Talsmenn róttækrar smættarhyggju litu nú á staðhæfingar sem frumeiningar, og settu sér það verkefni að tilgreina skynreyndamál og sýna hvernig þýða má allt annað skiljanlegt tal yfir á það, staðhæfingu fyrir staðhæfingu. Carnap hóf þetta starf í bók sinni Rökgerð heimsins (Der Logische Aujhau der Welt). Málið sem Carnap lagði til grundvallar var ekki skynreyndamál í þrengsta hugsanlega skilningi, því það hafði einnig að geyma táknkerfi rökfræðinnar allt upp í æðri mengjafræði. Raunar hafði það að geyma mál hreinnar stærðfræði eins og það lagði sig. Verufræðin sem fólst í því (það er, gildissvið breytna þess) náði ekki aðeins yfir skynreyndir, heldur einnig mengi, mengi mengja og svo framvegis. Til eru þeir raunhyggjumenn sem mundi blöskra slíkt bruðl. Camap 16 Sjá From a Logical Point of View, s. 6.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.