Hugur - 01.01.1991, Page 52
50
Tvœr kreddur raunhyggjumanna
HUGUR
staðhæfingar um efnisheiminn yfir í staðhæfingar um beina reynslu.
Smættarhyggjan í róttækri mynd er löngu hætt að vera þáttur í heim-
speki Camaps.
En í lúmskari og smágervari mynd hefur smættarhyggjukreddan
áfram haft áhrif á hugsun raunhyggjumanna. Sú hugmynd er enn við
lýði að til sé ákveðinn hópur mögulegra skynjanlegra atvika fyrir
hverja staðhæfingu, eða raunhæfingu, sem auki líkur á sannleika
hennar ef atvikin eiga sér stað og annar hópur er dragi úr þeim líkum
ef atvik úr honum eiga sér stað. Þessi hugmynd felst auðvitað í sann-
reynslukenningunni um skilning.
Smættarhyggjukreddan helst við lýði þegar gert er ráð fyrir að með
einhverju móti sé hægt að staðfesta sérhverja staðhæfingu eða
hnekkja henni í einangrun frá öðrum. Gagntillaga mín sem einkum á
rætur í kenningu Carnaps um efnisheiminn í Rökgerð heimsins, er að
staðhæfingar okkar um umheiminn þurfi ekki að standast dóm skyn-
reynslunnar hver í sínu lagi, heldur einungis sem samstæð heild.17
Smættarhyggjukreddan, jafnvel í sinni útþynntu mynd, tengist
hinni kreddunni náið — þeirri að greinarmunur sé á rökhæfingum og
raunhæfingum. Raunar höfðum við leiðst frá síðamefnda vanda-
málinu að hinu fyrra fyrir tilstilli sannreynslukenningarinnar um
skilning. Svo að við komum okkur beint að efninu, þá styður önnur
kreddan hina á svofelldan hátt: á meðan það er almennt talið hafa
gildi að tala um að staðfesta eða hnekkja staðhæfingu virðist jafn-
framt vera vit í að tala um markategund staðhæfinga sem hlýtur stað-
festingu sjálfkrafa, af sjálfri sér, hvernig sem í pottinn er búið; og
slíkar staðhæfingar eru rökhæfingar.
Reyndar er kjaminn í kreddunum tveimur einn og hinn sami. Áður
létum við í ljós að almennt væri sannleikur staðhæfinga augljóslega
háður bæði tungumálinu og staðreyndum utan þess; þessi hugsun
bauð annarri heim, þeirri tilfinningu að sannleik staðhæfingar mætti á
einhvern hátt greina í málþátt og staðreyndaþátt, þótt ekkert rök-
samband sé þarna á milli. Staðreyndaþátturinn hlýtur, ef við erum
raunhyggjumenn, að reynast vera sú reynsla sem staðfestir það sem
staðhæfingin lætur í ljós. í jaðardæminu þar sem einungis mál-
17 Pierre Duhem (La Theorie physique: son object et sa slructure /Paris 1906], s.
303-328) leiddi góð rök að þessari kenningu. Eða sjá Armand Lowinger, The
Methodology of Pierre Duhem (Columbia University Press, New York 1941), s.
132-140.