Hugur - 01.01.1991, Page 52

Hugur - 01.01.1991, Page 52
50 Tvœr kreddur raunhyggjumanna HUGUR staðhæfingar um efnisheiminn yfir í staðhæfingar um beina reynslu. Smættarhyggjan í róttækri mynd er löngu hætt að vera þáttur í heim- speki Camaps. En í lúmskari og smágervari mynd hefur smættarhyggjukreddan áfram haft áhrif á hugsun raunhyggjumanna. Sú hugmynd er enn við lýði að til sé ákveðinn hópur mögulegra skynjanlegra atvika fyrir hverja staðhæfingu, eða raunhæfingu, sem auki líkur á sannleika hennar ef atvikin eiga sér stað og annar hópur er dragi úr þeim líkum ef atvik úr honum eiga sér stað. Þessi hugmynd felst auðvitað í sann- reynslukenningunni um skilning. Smættarhyggjukreddan helst við lýði þegar gert er ráð fyrir að með einhverju móti sé hægt að staðfesta sérhverja staðhæfingu eða hnekkja henni í einangrun frá öðrum. Gagntillaga mín sem einkum á rætur í kenningu Carnaps um efnisheiminn í Rökgerð heimsins, er að staðhæfingar okkar um umheiminn þurfi ekki að standast dóm skyn- reynslunnar hver í sínu lagi, heldur einungis sem samstæð heild.17 Smættarhyggjukreddan, jafnvel í sinni útþynntu mynd, tengist hinni kreddunni náið — þeirri að greinarmunur sé á rökhæfingum og raunhæfingum. Raunar höfðum við leiðst frá síðamefnda vanda- málinu að hinu fyrra fyrir tilstilli sannreynslukenningarinnar um skilning. Svo að við komum okkur beint að efninu, þá styður önnur kreddan hina á svofelldan hátt: á meðan það er almennt talið hafa gildi að tala um að staðfesta eða hnekkja staðhæfingu virðist jafn- framt vera vit í að tala um markategund staðhæfinga sem hlýtur stað- festingu sjálfkrafa, af sjálfri sér, hvernig sem í pottinn er búið; og slíkar staðhæfingar eru rökhæfingar. Reyndar er kjaminn í kreddunum tveimur einn og hinn sami. Áður létum við í ljós að almennt væri sannleikur staðhæfinga augljóslega háður bæði tungumálinu og staðreyndum utan þess; þessi hugsun bauð annarri heim, þeirri tilfinningu að sannleik staðhæfingar mætti á einhvern hátt greina í málþátt og staðreyndaþátt, þótt ekkert rök- samband sé þarna á milli. Staðreyndaþátturinn hlýtur, ef við erum raunhyggjumenn, að reynast vera sú reynsla sem staðfestir það sem staðhæfingin lætur í ljós. í jaðardæminu þar sem einungis mál- 17 Pierre Duhem (La Theorie physique: son object et sa slructure /Paris 1906], s. 303-328) leiddi góð rök að þessari kenningu. Eða sjá Armand Lowinger, The Methodology of Pierre Duhem (Columbia University Press, New York 1941), s. 132-140.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.