Hugur - 01.01.1991, Side 53

Hugur - 01.01.1991, Side 53
HUGUR W. V. Quine 51 þátturinn skiptir máli er sönn staðhæfing rökhæfing. En ég vona að nú sé til þess tekið hversu árangurslaust það hefur verið að gera skýran greinarmun á rökhæfingum og raunhæfingum. Mér virðist það líka eftirtektarvert hversu vandinn við að setja fram skýra kenningu um staðfestingu raunhæfinga í reynslunni hefur alltaf verið illviðráðanlegur, ef undan eru skilin tilbúin dæmi um svartar og hvítar kúlur í öskju. Tillaga mín nú er á þá leið að það sé vitleysa og leiði til enn meiri vitleysu að tala um málþátt og staðreyndaþátt í sannleik einstakrar staðhæfingar. Sem heild byggjast vísindin bæði á máli og reynslu; en ekki er hægt að finna þessari tvískiptingu stað að neinu marki í einstökum staðhæfingum vísindanna. Hugmyndin um að skilgreina tákn í samhengi var eins og að var vikið, framför frá hinni vonlausu raunhyggju Lockes og Humes sem bundin var við að staðfesta einstök heiti. Frá og með Bentham var farið að líta á staðhæfingar fremur en heiti sem þær einingar sem gagnrýni raunhyggjumanna beindist að. En það sem ég held nú fram er að jafnvel með því að gera staðhæfingar að grunneiningum höfum við riðið netið of þétt. Á endanum eru það ekki einstakar stað- hæfingar, heldur vísindin í heild sem þurfa að koma heim og saman við reynslu. 6. Kreddulaus raunhyggja Hin svokallaða þekking okkar eða trú, allt frá tilviljunarkenndum atriðum í landafræði og sögu til djúphugsaðra lögmála í kjarn- eðlisfræði eða jafnvel hreinnar stærðfræði og rökfræði, er í heild vefur gerður af manna höndum sem snertir ekki reynsluna nema á jöðrunum. Eða svo brugðið sé upp annarri myndlíkingu, vísindin í heild eru eins og orkusvið þar sem reynslan er markaskilyrði. Ef sviðið er andstætt reynslunni í útjaðrinum veldur það leiðréttingu innanvert í sviðinu. Þá þarf að úthluta sumum staðhæfingum okkar nýjum sanngildum. Endurmat á sumum staðhæfingum felur í sér endurmat á öðrum vegna þess að þær eru röklega tengdar innbyrðis — og rökfræðilögmálin eru einfaldlega sjálf tilteknar aðrar staðhæfingar kerfisins, ákveðnar aðrar einingar innan sviðsins. Eftir að hafa endurmetið eina staðhæfingu verðum við að endurmeta aðrar sem ef til vill eru staðhæfingar í röktengslum við þá fyrstu eða þá staðhæfingar um sjálf röktengslin. En sviðið í heild er vanákvarðað af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.