Hugur - 01.01.1991, Page 54
52
Tvcer kreddur raunhyggjumanna
HUGUR
markaskilyrðum þess, reynslunni, svo að margir kostir eru í valinu á
hvaða staðhæfingar skal endurmeta þegar um einhverja gagnstæða
reynslu er að ræða. Engin ákveðin reynsla tengist neinum ákveðnum
staðhæfingum innan sviðsins nema óbeint þegar sviðið í heild er
aðlagað reynslunni.
Ef þessi líking er rétt, þá er villandi að tala um reynsluinntak ein-
stakrar staðhæfingar — einkum ef um er að ræða staðhæfingu í
minnstu fjarlægð frá reynslujaðri sviðsins. Ennfremur verður það
fávíslegt að leita að skilum á milli raunhæfinga sem eru sannar
samkvæmt reynslu, og rökhæfinga sem eru sannar hvað sem á dynur.
Hvaða staðhæfingu sem er má álíta sanna hvað sem á dynur ef við
gerum nógu róttækar breytingar á öðrum hlutum kerfisins. Jafnvel má
telja staðhæfingu sem er mjög nálægt jaðrinum sanna þótt reynslan
bendi til hins gagnstæða með því að halda fram að um skynvillu sé að
ræða, eða með umbótum á ákveðnum staðhæfingum þeirrar gerðar er
nefnast rökfræðilögmál. Á sama hátt gildir hið gagnstæða að engin
staðhæfing er undanþegin endurmati. Það hefur jafnvel verið lagt til
að endurskoða rökfræðilögmálið um annað tveggja sem leið til að
einfalda skammtafræði; og hvaða eðlismunur er á slíkri breytingu og
breytingu Keplers á kenningum Ptólemaíosar, eða Einsteins á
kenningum Newtons, eða Darwins á kenningum Aristótelesar?
Til að gera þessar hugmyndir sem ljósastar hef ég talað um ólíkar
fjarlægðir frá skynreynslujaðri. Leyfið mér nú að skýra þessa
hugmynd án líkingamáls. Vissar staðhæfingar virðast vera sérstak-
lega tengdar skynreynslu þó þær séu um efnislega hluti en ekki skyn-
reynslu — og á afmarkandi hátt: sumar staðhæfingar eru tengdar
ákveðinni reynslu. En í þessum tengslum sé ég ekkert nema lausleg
tengsl sem bera vott um tiltöluleg líkindi til þess að við tökum í raun
fremur eina staðhæfingu til endurskoðunar en aðra ef til andstæðrar
reynslu kemur. Til dæmis getum við ímyndað okkur andstæða
reynslu sem við mundum eflaust vilja laga kerfi okkar að með þvf að
endurmeta einungis þá staðhæfingu að það séu múrsteinshús við
Reynimel, ásamt tengdum staðhæfingum um sama efni. Við getum
hugsað okkur aðra andstæða reynslu sem við mundum vilja aðlaga
kerfi okkar með því að endurmeta einungis staðhæfinguna að það séu
engir nykrar til, ásamt skyldum staðhæfingum. Ég hef haldið því
fram að margir kostir séu á að aðlaga heildarkerfið að andstæðri