Hugur - 01.01.1991, Page 54

Hugur - 01.01.1991, Page 54
52 Tvcer kreddur raunhyggjumanna HUGUR markaskilyrðum þess, reynslunni, svo að margir kostir eru í valinu á hvaða staðhæfingar skal endurmeta þegar um einhverja gagnstæða reynslu er að ræða. Engin ákveðin reynsla tengist neinum ákveðnum staðhæfingum innan sviðsins nema óbeint þegar sviðið í heild er aðlagað reynslunni. Ef þessi líking er rétt, þá er villandi að tala um reynsluinntak ein- stakrar staðhæfingar — einkum ef um er að ræða staðhæfingu í minnstu fjarlægð frá reynslujaðri sviðsins. Ennfremur verður það fávíslegt að leita að skilum á milli raunhæfinga sem eru sannar samkvæmt reynslu, og rökhæfinga sem eru sannar hvað sem á dynur. Hvaða staðhæfingu sem er má álíta sanna hvað sem á dynur ef við gerum nógu róttækar breytingar á öðrum hlutum kerfisins. Jafnvel má telja staðhæfingu sem er mjög nálægt jaðrinum sanna þótt reynslan bendi til hins gagnstæða með því að halda fram að um skynvillu sé að ræða, eða með umbótum á ákveðnum staðhæfingum þeirrar gerðar er nefnast rökfræðilögmál. Á sama hátt gildir hið gagnstæða að engin staðhæfing er undanþegin endurmati. Það hefur jafnvel verið lagt til að endurskoða rökfræðilögmálið um annað tveggja sem leið til að einfalda skammtafræði; og hvaða eðlismunur er á slíkri breytingu og breytingu Keplers á kenningum Ptólemaíosar, eða Einsteins á kenningum Newtons, eða Darwins á kenningum Aristótelesar? Til að gera þessar hugmyndir sem ljósastar hef ég talað um ólíkar fjarlægðir frá skynreynslujaðri. Leyfið mér nú að skýra þessa hugmynd án líkingamáls. Vissar staðhæfingar virðast vera sérstak- lega tengdar skynreynslu þó þær séu um efnislega hluti en ekki skyn- reynslu — og á afmarkandi hátt: sumar staðhæfingar eru tengdar ákveðinni reynslu. En í þessum tengslum sé ég ekkert nema lausleg tengsl sem bera vott um tiltöluleg líkindi til þess að við tökum í raun fremur eina staðhæfingu til endurskoðunar en aðra ef til andstæðrar reynslu kemur. Til dæmis getum við ímyndað okkur andstæða reynslu sem við mundum eflaust vilja laga kerfi okkar að með þvf að endurmeta einungis þá staðhæfingu að það séu múrsteinshús við Reynimel, ásamt tengdum staðhæfingum um sama efni. Við getum hugsað okkur aðra andstæða reynslu sem við mundum vilja aðlaga kerfi okkar með því að endurmeta einungis staðhæfinguna að það séu engir nykrar til, ásamt skyldum staðhæfingum. Ég hef haldið því fram að margir kostir séu á að aðlaga heildarkerfið að andstæðri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.