Hugur - 01.01.1991, Page 59
HUGUR 3.-4. ÁR. 1990/91
s. 57-77
Ámi Finnsson
Kenningar um merkingu
Inngangur
Hér á eftir er ætlunin að fara nokkrum orðum um kenningar banda-
ríska heimspekingsins Willards Van Orman Quine um merkingu eða
kannski öllu heldur um kenningar um merkingu. Quine er án efa í
hópi kunnustu heimspekinga seinni tíma, og áhrif hans hafa náð
víða. Hann er órjúfanlega tengdur raunhyggjuheimspeki tuttugustu
aldar, og hefur jafnvel haft meiri áhrif á þeim vettvangi en nokkur
einn heimspekingur annar. Meðal kunnustu rita Quines má nefna
ritgerðasöfnin From a Logical Point ofView (1953) og Ontological
Relativity and Other Essays (1969) og bókina Word and Object
(1960). I From a Logical Point of View er að finna tvær af kunnari
ritgerðum Quines, en það eru ritgerðirnar „On what there is“ og „Two
dogmas of empiricism", sem birt er í þessu hefti í þýðingu Þorsteins
Hilmarssonar. I Ontological Relativity and Other Essays er að finna
meðal annarra ritgerðirnar „Ontological relativity“ og „Speaking of
objects“, en sú síðamefnda, sem skrifuð er um 1957, leggur grunninn
að skrifum Quines í Word and Object, og töluverðir hlutar rit-
gerðarinnar birtast að meira eða minna leyti aftur í þeirri bók. í öllum
þessum ritgerðum fjallar Quine um þau efni sem rakin verða hér á
eftir. 1 Word and Object er síðan að finna ítarlega og viðamikla
greinargerð Quines fyrir heimspeki tungumálsins, og þeim vanda-
málum sem þar er við að glíma.
Ef draga á saman verk Quines í stuttu máli, þá má segja að helsta
viðfangsefni hans hafi verið að gagnrýna og skerpa raunhyggju seinni
tíma á ýmsa vegu. Líta má á verk hans sem andsvar við þeirri raun-
hyggju sem spratt upp á fyrrihluta aldarinnar, og má þá helst horfa til
kenninga Rudolfs Carnap og annarra meðlima Vínarhringsins svo-
kallaða. Kenningar Quines um ýmis þau efni er varða raunhyggju,
verða því sennilega að skoðast í ljósi þeirra hugmynda til að skiljast
til fullnustu. Hér er þó ekki ætlunin að gera með neinum hætti grein
fyrir hugmyndum Carnaps eða annarra sem Quine gagnrýnir, heldur
verður einungis fjallað um helstu vandamálin sem við blasa í hug-