Hugur - 01.01.1991, Side 60
58
Kenningar um merkingu
HUGUR
myndum Quines um kenningar um tungumál og merkingu, og
hugsanleg svör við þeim vandamálum. Hér verður ekki reynt að leysa
þessi vandamál á einn eða annan hátt, né heldur að gera grein fyrir því
hvernig heimspekingar almennt og yfirleitt hafa tekið á þeim.
Fjölmargir hafa tekið sér fyrir hendur að bregðast við þeim
vandamálum sem Quine bendir á að upp komi þegar gera á grein fyrir
merkingu í tungumáli, og mætti eyða löngu máli í að lýsa þeim
leiðum sem reyndar hafa verið. Hér verður þó einungis litið lítillega
til kenninga annars bandarísks heimspekings, Donalds Davidson.
Davidson var um tíma nemandi Quines, og hefur lfkt og hann glímt
talsvert við þau vandamál sem tengjast kenningum um merkingu.
Helstu kenningar og hugmyndir Davidsons í þessum efnum má finna
í ritgerðasafninu Inquries into Truth and Interpretation sem inniheldur
18 ritgerðir um heimspeki tungumálsins, frá árunum 1964-82.
Tungumál og merking
Þegar einhver segir eitthvað satt, hvað er það þá sem gerir fullyrðingu
hans sanna. Okkur finnst gjarnan sem þar komi til tveir þættir:
merking og staðreynd. Þjóðverji mælir fram fullyrðinguna: „Der
Schnee ist weiss“. I þeim töluðum orðum hefur hann sagt satt, og svo
er fyrir að þakka ánægjulegri samleitni tveggja þátta: setningin sem
hann mælti merkir að snjór er hvítur, og staðreyndin er einnig sú að
snjór er hvítur. Hefði merkingin verið önnur, ef til að mynda „weiss“
hefði merkt grænn, þá hefði hann ekki sagt satt. Ef staðreyndimar hefðu
verið á annan veg, ef snjór hefði verið rauður, þá hefði hann á sama
máta ekki sagt satt.1
Með þessum orðum hefur Quine bók sína Philosophy of Logic, og
vísast myndu margir fallast umyrðalaust á þessa lýsingu hans á því
hvernig tungumálið virkar. Tungumálið er óneitanlega eitthvert
öflugasta tólið sem maðurinn hefur á valdi sínu, og máttur þess
virðist fyrst og fremst felast í þeim eiginleika þess að geta flutt
boðskap um heiminn manna á milli, eða tjáð heiminn á einhvern
hátt. Þetta á sér stað á þann hátt að tungumálið ber merkingu, og <
boðskapurinn sem þannig er fluttur, það sem sagt er, er satt ef
merking þessi er í samræmi við það sem er í heiminum. í þessari
1 W. V. Quinc, Philosophy ofLogic, 2. útg. (Harvard University Press, Cambridge
1985 [1. útg. 1970]), s. 1. ‘
i