Hugur - 01.01.1991, Page 63
HUGUR
Arni Finnsson
61
þegar eitt tungumál er þýtt yfir á annað, felist þýðingin ekki í því að
þýða sérhverja setningu með annarri setningu, heldur því að þýða
hina einstöku hluta setninganna (4.025). Fljótt á litið verður ekki
annað séð en slík lýsing á tungumálinu sé í flestum atriðum sam-
hljóða hversdagslegum hugmyndum okkar í þessum efnum.
Quine andmælir slíkri lýsingu á tungumálinu, sem hann segir vera
„goðsögn um safn þar sem sýningargripimir eru merkingar, sem auð-
kenndar eru með orðunum."3 Væri þetta hin rétta lýsing á tungu-
málinu, þá væri það að þýða af einu tungumáli á annað fólgið í því
að skipta hreinlega um merkispjöld á sýningargripunum. Myndin
sem upp er dregin með orðunum verður þannig hin sama, aðeins
dregin með nýjum línum. En Quine segir þessa lýsingu ranga. í stað
þess að leita einhverra slíkra huglægra fyrirbæra sem nefna mætti
merkingar orðanna, og sem standa á einhvern máta utan og ofan við
tungumálið og beitingu þess, þá verðum við að líta beint til mál-
hegðunar manna. „Merking er fyrst og fremst eiginleiki hegðunar."4
Afstöðu þessa kennir Quine við náttúruhyggju, og rekur hana til
Johns Dewey. En af henni sprettur að handan þess sem ráða má beint
af málhneigðum manna og breytni er ekki unnt að tala um að orð eða
setningar séu sömu merkingar. „Frammi fyrir náttúruhyggjunni er
ekkert óbrigðult svar, þekkt eða óþekkt, til við þeirri spurningu hvort
tvær setningar eru sömu eða ólíkrar merkingar, nema að því marki
sem það svar er ráðið af málhneigðum manna, þekktum eða óþekkt-
um.“5 Ef við föllumst á þetta verður strax ljóst að goðsögnin sem
lýst var hér að framan færir okkur litlu nær merkingu í tungumáli,
þar sem safnið sem þar var lýst er ekki til, eða í það minnsta stendur
ekkert slíkt safn okkur opið á þessari stundu.
Það að taka tungumálið slíkum tökum hefur víðtækar afleiðingar
fyrir öll málvísindi, og stundum virðist Quine jafnvel ganga svo
langt að segja að fyrirbæri eins og merking og tilvísun varði alvarleg
málvísindi næsta lítið. Á einum stað segir hann:
[...] Merkingar reynast hins vegar vera fyrirbæri einstakrar gerðar:
merking setningar er hugmynd sú sem látin er í ljós. Nú er það svo að
á meðal málspekinga samtímans er eftirtektarverður einhugur um að
3 W. V. Quine: „Ontological Rclativily" í Ontological Relativity and Other Essays
(Columbia University Press, New York 1969), s. 27.
4 Sama rit, s. 27.