Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 68
66
Kenningar um merkingu
HUGUR
gegndi þar sama hlutverki. Og þegar að þessu kemur, kemur í ljós að
í hegðun frumbyggjanna og málhneigðum virðist ekkert vera að finna
sem skorið gæti úr um hvort þýða ætti setninguna sem til að mynda
„kanína“, „kanínuhluti", „kanínuskeið“ (tímanlegt) eða „kanínuleiki".
Vandinn sem hér um ræðir er sá, í stuttu máli, að við höfum ekkert
fyrir okkur sem skorið getur úr um hvort frumbyggjarnir hafa sama
hátt og við á að tiltaka og aðgreina hluti í veruleikanum. Þannig
verður jafnvel merking einföldustu atvikssetninga illnálganleg eftir
leiðum beinnar reynsluathugunar, í það minnsta svo lengi sem við
reynum að staðfesta merkinguna með tilvísun eða einhverju sem
kemur í hennar stað. Quine segir um þetta á einum stað:
Það er eins líklegt og hvað annað, að munur á tungumálum liggi í því
að þeir sem tunguna tala hafi mismunandi hátt á að skipa heiminum
sjálfum í hluti og eiginleika, tíma og rúm, frumefni, krafta, anda
o.s.frv. Það er engan veginn ljóst að vitlegt sé að líta svo á að orð og
setningaskipan séu breytileg frá einni tungu til annarrar en að innihald
þeirra sé óbreytt; þó er einmitt slíkur tilbúningur að verki þegar talað er
um að setningar séu sömu merkingar, í það minnsta ef um mjög ólík
mál er að ræða.8
í sem stystu máli má segja að ef okkur á að takast að koma saman
orðalistanum fyrir tungumál frumbyggjanna, þá verðum við að
þröngva ákveðinni verufræði, eða ákveðnum hætti á að tiltaka
hlutina og greina einn hlut frá öðrum, upp á tungumál þeirra án þess
að nokkuð í hegðan þeirra eða málhneigðum gefi tilefni til. Slík
verufræði er ekki aðgengileg eða opinber í tungumálinu, og því er
vel mögulegt að búa til fleiri en einn orðalista sem hafa þarna
mismunandi hátt á, og gefa þannig ólíkar þýðingar. - Á endanum
felst vandinn sem hér um ræðir í því að hér er um tvenns konar
merkingu að ræða. Annarsvegar getum við sagt að sú merking sem
hægt er að tala um að birtist í málhneigðum manna og breytni, sé
einskonar umtaksmerking setninga. Ef okkur á hins vegar að takast
að setja saman þýðingartilgátu sem fullnægir öllum okkar þörfum,
þá þurfum við að geta gert grein fyrir inntaki setninga eða setninga-
hluta í tungumálinu. Slíkt inntak segir Quine hins vegar ekki að-
gengilegt með neinum hætti í málhneigðum manna og breytni.
En nú höfum við ákveðinn hátt á að greina hlutina í okkar eigin
8 „The Problem of Meaning in Linguistics", s. 61.