Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 69
HUGUR
Arni Finnsson
67
tungumáli, sem þá er væntanlega sá háttur sem við t'lytjum yfir á
tungumál frumbyggjanna. Ennfremur þá höfum við að því er virðist,
komist yfir þessa verufræði tungumálsins á meira eða minna sama
máta og málvísindamaðurinn „lærði“ tungumál frumbyggjanna. Við
virðumst fyrst og fremst læra tungumálið með því að upplifa beit-
ingu annarra á því, án þess að nota til þess nokkuð annað en það sem
málvísindamanninum okkar er aðgengilegt. Við getum vart ætlað
annað en honum sé kleift að læra tungumálið á sama máta og bam
lærir að tala. Og má þá ekki ætla að með tíð og tíma læri hann
þannig þann hátt sem hafður er á aðgreiningu hlutanna í tungu-
málinu, sem þá væntanlega má aftur gera grein fyrir í okkar eigin
tungumáli? Og ef þetta tekst, erum við þá ekki komin með það sem
kalla mætti rétta eða óbrigðula þýðingu?
Slík svör duga þó ekki hér, því jafnvel í okkar eigin tungumáli er
enginn slíkur gefinn háttur á að aðgreina hlutina eða fyrirbærin sem
tungumálið vísar til, í það minnsta göngum við hvergi að honum
vísum. Þýðingabrigðin, í þessari mynd, eiga engu síður við um
okkar eigið tungumál en hvaða tungumál annað. Hér gildir það sama
og áður að bein reynsluathugun á okkar eigin tungumáli getur ekki
staðfest neins konar verufræði tungumálsins. Þetta þýðir þó ekki að
tungumál okkar sé óskiljanlegt eða merkingarlaust. Þetta þýðir
einungis að verufræði, „heimsskoðun" eða vísindaleg kenning um
náttúru fyrirbæranna, er ekki eiginlegur hluti af merkingu í tungu-
máli.
Þannig verður þessi merking sem við leitum eftir, afstæð gagnvart
heildarskoðun okkar á heiminum. Við getum ekki gert grein fyrir
merkingu í tungumáli, eftir þeim leiðum sem hér hafa verið farnar,
án þess að gera grein fyrir verufræði tungumálsins. Verufræði þessi
er samvaxin heildarskoðun okkar á heiminum og verður ekki fundin
eða staðfest með reynsluathugun, sem fyrir Quine er sú eina aðferð
sem talist getur vísindaleg í þessum efnum. Þetta verður kannski
ljósara ef við lítum til þess sem Quine segir um sannreynslu-
kenningu um skilning á tungumáli, í ritgerð sinni „Tvær kreddur
raunhyggjumanna“. Sannreynslukenning um skilning er á þá leið að
það að skilja setningu eða staðhæfingu, sé fólgið í því að vita hvað
það þýðir fyrir veruleikann í kringum okkur ef staðhæfingin er sönn.
Með öðrum orðum þá skiljum við setninguna ef við vitum hvemig
við getum staðfest hana eða hnekkt. Quine víkur að þessari