Hugur - 01.01.1991, Side 72
70
Kenningar um merkingu
HUGUR
sett saman úr merkingum orðanna. Þannig yrði tungumálið nokkurs
konar formlegt kerfi, sem drægi upp myndir af aðstæðum í veruleik-
anum eftir ákveðnum reglum. Það virkaði þannig líkt og stafrófið,
sem segja má að dragi á skipulegan hátt upp myndir af málhljóðum
eða orðum.
Við höfum þegar séð hverja útreið slík kenning fékk hjá Quine, og
Davidson kemst að svipuðum niðurstöðum um þau efni; að okkur
dugi ekki að leita einhvers konar huglægra fyrirbæra sem tiltaka
mætti sem merkingu (inntak) orða og setningarhluta og skeyta síðan
saman í merkingu setninga. Því leitar hann annarra leiða.
Það sem fyrir honum verður er sanngildi setninga í tungumáli: það
að vita hvað það er fyrir setningu að vera sönn, er að skilja hana og
þar með að vita hvað hún merkir. Þessu svipar til þess sem Wittgen-
stein hafði fram að færa í myndakenningunni sem getið var hér að
framan. í myndakenningunni urðu hinir einstöku hlutar myndanna
skiljanlegir sökum þess að við þekktum notkun þeirra af öðrum
myndum, og myndimar sem slíkar virtust einungis verða skiljanlegar
af því að ákveðnar venjur giltu um beitingu hinna einstöku hluta
þeirra. I þessa sömu veru segir Davidson á einum stað:
Við afréðum hér að framan að gera ekki ráð fyrir að hinir einstöku
hlutar setningar hafi merkingu, nema í þeim verufrœðilcga hlullausa
skilningi að þeir auki á skipulegan hátt við merkingu þeirra setninga
sem þeir birtast í. [...] Eitt af því sem af þessu kann að spretta er
ákveðin heildarhyggja um merkingu. Ef merking setninga veltur á
byggingu þeirra, og við skiljum merkingu sérhvers hluta þeirrar
byggingar einungis sem sértekningu frá heild þeirra setninga sem hann
birtist í, þá getum við einungis gefið merkingu setningar (eða orðs)
með því að gefa merkingu allra setninga (og orða) í tungumálinu. Frege
sagði að einungis innan samhengis setningar hafi orð merkingu; á sama
veg gæti hann hafa bætt við að einungis innan samhengis tungumáls
hafi setning (og þar af leiðandi orð) merkingu.12
Ef við nú stöndum nánast í sömu sporum og í upphafi þessarar
umfjöllunar, hvar getum við þá leitað leiða til að nálgast merkingu
frekar? Ég hef þegar nefnt að Davidson lítur til sanngildis setninga t'
tungumáli í Ieit að merkingu og hann leitar enn á þau mið eftir Iausn
á þessum vanda. Hann segir: „Kenning um merkingu í tungumáli L
sýnir hvernig merking setninga veltur á merkingu orða ef hún
12 Donald Davidson: „Truth and Mcaning" í Inquiries into Trulh and Interpretation, s.
22.