Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 74
72
Kenningar um merkingu
HUGUR
Davidson telur þó að með því að taka tungumáiið þessum tökum,
geti hann skýrt hvernig við getum með tilteknum orðaforða og til-
teknu safni af reglum, skilið hverja og eina af ótölulegum fjölda
setninga í tungumáli. Og þetta reynir hann að gera án þess að fjalla
að nokkru marki um tilvísun einstakra orða og jafnvel án þess að fara
mörgum orðum um merkingu sem slíka. Þó má draga þá ályktun að
merking setninga felist í því að tengja megi þær ákveðnum stað-
hæfingum sem gera mætti grein fyrir eða setja fram í ákveðnu form-
legu, nákvæmlega skilgreindu tungumáli, nokkurs konar yfirtungu-
máli. Það sem til þarf í kenningu um merkingu er því einhvers konar
formlegt kerfi fyrir sannkjör í tungumálinu, sem þá dugar til að gera
grein fyrir því hvað það er fyrir hverja setningu að vera sönn. Kerfið
sem slíkt kveður ekki á um það hvernig við göngum úr skugga um
hvort setning er í samræmi við veruleikann eða ekki. Það bætir engu
við þekkingu okkar á því sem til þarf ef setning á að vera sönn. Þess
í stað kveður kerfið á um byggingu setninga í tungumálinu og hvern-
ig má ráða af þeirri byggingu ákveðin skilyrði þess að setning sé
sönn. Þá er kerfi þetta ekki heldur á neinn hátt skilyrði þess að við
skiljum tungumálið, það er við þurfum ekki að þekkja neitt slíkt
kerfi til að skilja tungumálið, enda er það svo að enginn hefur yfir
nokkru slíku kerfi að ráða.
Einn vandinn sem blasir við ef við reynum að gera grein fyrir
merkingu í tungumáli á þennan veg er sá að ekki nema tiltölulega
lítill hluti setninga í tungumáli er þannig að unnt sé að tiltaka sann-
kjör þeirra. Fjöldi setninga hefur ekkert sanngildi og því engin sann-
kjör. Þetta er vandi sem raunar má segja að birtist bæði í mynda-
kenningunni sem nefnd var hér að framan og í rannsóknum mál-
vísindamannsins hjá Quine. Davidson vill leysa þennan vanda með
því að við gerum fyrst grein fyrir þeim setningum sem hafa sann-
gildi, og skilgreinum sannkjör þeirra. Síðan eru aðrar setningar
paraðar við þessar setningar í Ijósi hinna einstöku setningarhluta sem
þá hafa öðlast hlutverk sitt í greiningu okkar á sannkjörum. En
jafnvel þó að við næðum þetta langt í því að smíða slíka kenningu
um merkingu, verður í fljótu bragði ekki séð að við séum komin
ýkja langt frá hugmynd þeirri sem Quine réðist á hér í upphafi. Við
verðum á einhvern máta að þekkja tungumálið í heild sinni áður en
Convention T‘ í lnquiries into Trutli and Interprctation.