Hugur - 01.01.1991, Page 75
HUGUR
Arni Finnsson
73
við getum vænst þess að geta gert grein fyrir því hvernig hinir ein-
stöku hlutar þess virka, og því er engan veginn augljóst að við séum
komin fram hjá þeim aðfinnslum sem Quine hafði fram að færa gegn
hversdagslegum skilningi okkar á tungumálinu; við getum enn ekki
sagt að fullu skilið við þýðingabrigði í einhverri mynd.
Davidson talar um þrenns konar brigði sem birtast í kenningu
Quines og sem ætla mætti að spryttu í kenningu um merkingu:
í fyrsta lagi gæti verið um sannleiksbrigði að ræða; til gæti verið
þýðingartilgáta (eða kenning um merkingu) fyrir tungumál, sem
samræmdist öllu sem af reynsluathugun á málinu sprytti, sem telur
ákveðna setningu sanna, og síðan önnur jafn aðgengileg kenning sem
ekki telur þessa sömu setningu sanna. [...]
I öðru lagi gæti rökform verið óákvarðað; munur gæti verið á því
hvað tvær fullnægjandi kenningar teldu vera einnefni, magnara eða
umsagnir, eða jafnvel á sjálfri rökfræðinni sem byggt væri á.
I þriðja Iagi er mögulegt, jafnvel þó rökform og sanngildi væru
óbrigðul, að tvær jafn aðgengilegar kenningar væru ólíkar hvað varðar
tilvísun þá sem þæreignuðu sömu orðum eða setningarhlutum.16
Davidson vísar engum af þessum brigðum á bug. Af ýmsum ástæð-
um vill hann þó draga nokkuð úr umfangi þeirra tveggja fyrri. Til að
mynda vill hann líta til fleiri þátta en áreitismerkingar setninga í
glímu sinni við tungumálið, svo sem ákveðinna skoðana, langana,
ætlana eða óska sem við komumst vart hjá að eigna þeim sem tala
málið sem rannsaka á. Þá setur yfirtungumálið eða kerfið fyrir sann-
kjör, ákveðinn ramma fyrir túlkun á rökformi setninga, þannig að
rökform yfirtungumálsins er á vissan máta lesið inn í tungumálið
sem túlka á. Það eru hins vegar fyrst og fremst þriðju og síðustu
brigðin sem varða okkur hér. Quine telur tilvísunina sem lesin er inn
í tungumál, afstæða gagnvart þýðingartilgátu, eða jafnvel gagnvart
verufræði sem síðan er afstæð gagnvart einhverju utan hennar —
verufræðin sem Quine nefnir hér til sögunar er sprottin af heild
vísinda og heimsskoðunar og þýðingabrigðin spretta að endingu af
því að þessi heild vísindanna er ekki og verður aldrei ákvörðuð í
öllum atriðum.
Þama vill Davidson fara nokkuð aðra leið. Hann er að vísu sam-
mála því að tilvísun einstakra orða sé sem slík órannsakanleg, en
16 „Inscratability of Referencc" í Inquiries into Truth and Interpretalion, s. 228.