Hugur - 01.01.1991, Síða 77
HUGUR
Arrti Finnsson
75
ing sé afstæð gagnvart tungumálinu, við getum ekki, eins og kom
fram hér að framan, gert grein fyrir merkingu hinna einstöku hluta
tungumáls nema með því að gera grein fyrir merkingu tungumálsins
alls. Tal um slíkt afstæði segir hins vegar næsta lítið sem ekki hefur
alltaf blasað við. Davidson segir síðan:
Þessi hugmynd um það hvernig móta skuli merkingarkenningu er í
grundvallaratriðum sprottin frá Quine. Það sem ég hef aukið við
grunnhugmyndir Quines, er sú hugmynd að kenningin skuli taka á sig
mynd sannleikskenningar. Geri hún það, getum við á ný litið svo á að
bygging setninga samanstandi af einnefnum, umsögnum og
mögnurum, sem gegna venjulegu verufræðilegu hlutverki. Tilvísun
fellur hins vegar fyrir borð. Hún gegnir engu nauðsynlegu hlutverki í
að skýra tengslin milli tungumáls og veruleika.19
Lokaorð
Því fer fjarri að einhugur ríki um gildi kenninga þeirra Quines og
Davidsons um merkingu. Menn eru jafnvel ekki á eitt sáttir um
hvaða þýðingu þær myndu hafa ef þær stæðust, það er hvaða álykt-
anir bæri að draga af þeim. Af þeim kenningum sem hér hafa verið
nefndar, má segja að einna mestur einhugur ríki um myndakenn-
inguna og þá um það að sú kenning dugi okkur ekki til að gera grein
fyrir merkingu í tungumáli.20
Við sáum hér að framan hverja útreið myndakenningin, sem ég
leyfði mér að segja að svipaði til hversdagslegs skilnings á tungu-
máli og merkingu, fékk hjá Quine þegar við urðum vitni að því
hvernig vandræði málvísindamanns Quines byrjuðu fyrir alvöru um
leið og hann þurfti að grípa til einhvers sem svipaði til þessarar
kenningar. Um leið var þó ljóst að málvísindamaðurinn hafði ekkert
annað að grípa til. Eina leiðin sem honum virtist fær til að setja
saman þýðingartilgátu sem dygði til að þýða allar setningar tungu-
málsins sem glímt var við, var að opna með einhverjum hætti leið
19 „Reality witliout Reference" í Inquiries into Truth and Interpretation, s. 225.
20 Vert er að tiefna þaö hér að Wittgenstein, sem hér var ncfndur til sögunnar sem
málsvari myndakenningarinnar, hafnar kenningunni sjálfur í öllum síðari verkum
sínum.