Hugur - 01.01.1991, Page 101

Hugur - 01.01.1991, Page 101
HUGUR Jámbúr skrifrœðis og skynsemi 99 Gegn þinni líkamsorku og andans mætti og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú, í dimmri þögn, með dularfullum hætti rís draumsins bákn en jafnframt minnkar þú. Á endanum er líklega ekkert dularfullt við þetta. Skrifræðið fer einfaldlega að lúta sínum eigin lögmálum sem eiga það sameiginlegt með öðrum lögmálum, sem við teljum að gildi um lifandi verur, að snúast um viðgang og viðhald lífsins — stofnanalífsins í þessu tilfelli. Þar með þjónar það ekki markmiðum sinna umbjóðenda eingöngu heldur einnig sínum eigin. Og þar með gerist það oft að skrifræðið verður óskilvirkt og kostnaðarsamt bákn sem allir armæðast yfir en erfitt er að gagnrýna með skynsamlegum rökum. Kjaminn í gagnrýni minni ætti nú að vera ljós: Skrifræðið eins og Weber lýsir því — og til að gæta fullrar sanngirni; eins og skrif- finnamir vilja helst að það starfi — er alls ekki skilvirkt eða árang- ursríkt nema að takmörkuðu leyti og upp að ákveðnu marki. Reiknipúkinn er ekki eins mikill reiknimeistari og vonir stóðu til, enda kann hann ekki að reikna það sem mestu máli skiptir í lífi flestra einstaklinga. IV Gott og vel. En hvers vegna ekki bara „báknið burt“ eins og vinsælt slagorð hljómaði einu sinni? Hvernig stendur á því að allskonar skrifræðiskerfi hafa þanist út með ógnarhraða síðan Weber var uppi? Hann virðist þrátt fyrir allt hafa haft rétt fyrir sér í þeint spádómi að framþróun skrifræðisins væri óumflýjanleg, þótt af málflutningi mínum megi ráða að líklega hafi það ekki verið vegna tæknilegrar alfullkomnunar skrifræðisins, eins og hann hélt fram. Ég verð að viðurkenna að ég á ekkert einhlítt svar við þessari spurningu. Ég held þó að kjarni málsins sé sá að við höldum enn í forna draumsýn um að okkur mönnunum geti tekist að smíða full- komið skipulag þar sem annmarkar mannskepnunnar fá engu spillt. — „í draumi sérhvers rnanns er fall hans falið“ segir skáldið. Það sem gerir málið sífellt snúnara eftir því sem framþróunin heldur áfram er að við getum ekki lengur gagnrýnt skrifræðið með skynsam- legum rökum vegna þess að við höfum afsalað okkur skynsemishug- takinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.