Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 108
106
Agúst Hjörtur Ingþórsson
HUGUR
í sjáflu sér. Weber sver sig hér í ætt við helstu strauma frjáls-
hyggjunnar og hann átti reyndar drýgri þátt í mótun hennar á þessari
öld að mínu mati en oft er talið. Hann er frjálshyggjumaður að því
marki að hann lítur á lýðræði fyrst og fremst sem öryggisventil og þá
um leið sem tæki til að tryggja öryggi, fremur en markmið í sjálfu
sér. Enda áleit hann að þátttaka almennings í stjórnmálum ætti að
takmarkast við þetta öryggishlutverk eitt. Og þá er komið að því að
útskýra nánar hvað felst í þriðja orðinu f hinu langa heiti á kenningu
Webers: Fiihrer.
II
f fyrirlestrinum „Starf stjórnmálamannsins" fullyrðir Weber að
einungis sé um tvo raunhæfa kosti að ræða og á þá væntanlega við
framtíðarkosti í vestrænum stjórnmálum: „foringjalýðræði með
„flokksvél" eða foringjalaust lýðræði, sem þýðir veldi stjórnmála-
manna sem 'skortir köllun, þá andlegu náðargáfu, sem skapar
foringja.23
Hvorn kostinn bæri að velja var augljóst að mati Webers.
Foringjalaust lýðræði og veldi atvinnustjórnmálamanna er dulbúin
tegund skrifræðis. Því væri besti, raunar eini kosturinn leiðtoga-
lýðræði. Einungis sterkur leiðtogi gat komið til mótvægis við
skrifræðið.24
Þetta fyrirkomulag byggir ekki á tæknilegri skynsemi, eða
markmiðssækinni, þótt leiðtogalýðræðið eigi auðvitað að þjóna því
markmiði að viðhalda frelsi einhvers hluta mannkyns. Þvert á móti þá
byggir leiðtogalýðræðið á tilfinningaskynsemi, og jafnvel óskynsemi,
eins og við sjáum ef við hyggjum nánar að útskýringum Webers.
Hann segir á einum stað í Þjóðmegun og þjóðfélag :
Það sem einkennir leidtogalýðrœði er mikil tilfinningaleg tryggð við
leiðtogana og blint traust á þeim. Þetta skýrir þá tilhneigingu að til
valda komist þeir einstaklingar sem eru hvað stórbrotnastir, þeir sem
lofa mestu, eða nota bestu áróðursaðferðimar í valdabaráttunni. Þessi
einkenni [...] takmarka skynsemi þessa stjórnarforms.25
23 Mennt og máttur, s. 178.
24 Sjá nánar um þetta í ritgerð sem Weber skrifaði árið 1918 og birt er sem viðauki í
ensku þýðingunni að Wirlschafl und Geschellschafv, „Parliament and Govemmcnt
in a Reconstmcted Germany“; Viðauki 11 (s. 1381-1469).
25 Wirtschaft und Geschellschaft, kafli III, vii, grein 14 (s. 269).