Hugur - 01.01.1991, Page 114

Hugur - 01.01.1991, Page 114
RITDOMAR Stephen W. Hawking Saga tímans íslensk þýðing eftir Guðmund Amlaugsson með inngangi eftir Lárus Thorlacius Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1990 Þýski eðlisfræðingurinn Arnold Sommerfeld var einn af helstu brautryðjendum kennilegrar eðlisfræði. Hann lét þau orð falla árið 1921 í almennum fyrirlestri um almennu afstæðiskenninguna að gagnstætt skoðunum almennings hefði kenningin haft mjög lítil áhrif á raunverulegar vísindarannsóknir. Það væri hins vegar skammtafræðin — hitt meginframlag Þjóðverja til vísinda á 20. öld — sem hefði haft ómæld áhrif á flest svið eðlisfræði og efnafræði. Orsökin var sú að þyngdarkrafturinn var svo veikur að það var ekki hægt að prófa almennu afstæðiskenninguna í jarðbundnum tilraunastofum heldur varð að leita út í geiminn á vit sólar og stjama. Það var hins vegar miklum vandkvæðum bundið á þessum árum að greina merkin frá þessum „geimrannsóknarstofum" á jörðu niðri. Á þeim tíma gafst aftur á móti ríkulegt færi á að stunda umfangsmiklar tilraunir í skammtafræði og kjarnvísindum á venjulegum rannsóknarstofum. Því fór svo að eðlisfræðingar sinntu almennu afstæðiskenningunni lítið fyrr en eftir seinna stríð. Almenningur vildi hins vegar frekar fræðast um almennu afstæðiskenninguna og heimsfræði. Sommerfeld lét þau orð falla að svo virtist sem að hann væri að svala „óseðjandi eftirspum". Hann þurfti að halda fyrirlesturinn tvisvar og 1200 áheyrendur komu í hvort skipti. Þessi áhugi kom í kjölfar eftirminnilegrar „prófunar“ á almennu afstæðiskenningunni í sólmyrkva árið 1919. Höfundur kenningarinnar Albert Einstein varð upp frá því stöðugt fréttaefni. Hann varð vísindastjarna. Eftir ómáeldar hörmungar fyrri heimsstyrjaldarinnar hefur það án efa verið hughreystandi að hverfa um stund í huganum frá þessari erfiðu jarðvist og halda út í himingeiminn undir leiðsögn Einsteins. Ef marka má þær viðtökur sem Saga tírnans hefur hlotið virðist heims- fræði enn sem fyrr höfða mjög sterkt til fólks. Bókin kom út í fyrsta sinn árið 1988 og nefndist á frummálinu A Brief History ofTime: From the Big Bang to Black Holes. í bókinni er fjallað vítt og breitt um nútíma eðlisfræði og heimsfræði. Auk þess er almennu afstæðiskenningunni fléttað saman við skammtafræði, en þessar hlutakenningar lýsa annars vegar grófgerð alheims- ins og hins vegar smágerum fyrirbærum á sviði öreinda og væntanlegum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.