Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 118

Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 118
116 Ritdómar HUGUR hafði gefið um 1800, þ.e. „að til væru lögmál er ákvörðuðu þróun alheims nákvæmlega frá einhverju tilteknu upphafsástandi“ (s. 263). En Laplace hafði hlaupið á sig að mati Hawkings því hann hafði hvorki tilgreint lögmálin né upphafsskilyrðin. Nú vill Hawking bæta um betur: með samþættingu almennu áfstæðiskenningarinnar og skammtafræðinnar væri e.t.v. unnt að finna lögmálið og einnig upphafsskilyrði sem hvíldi fullkomlega í sjálfu sér án sérstæðna og endimarka. Þar með væri búið að finna fullkomið löggengi innan þeirra marka sem óvissulögmálið leyfði. Þetta telur hann vera hið nýja hlutverk vísinda (s. 264-5). í bókarlok slær Hawking úr og í. Annars vegar játar hann það að þótt völ yrði á „einni samþættri kenningu, þá yrði hún ekkert annað en reglur og jöfnur'* og því væri ósvarað þeirri spumingu „hvað blæs lífsanda í jöfnumar og ljær þeim heim til að lýsa?“ Hann viðurkennir að vísindamenn hafi löngum verið svo önnum kafnir við smíði kenninga sem lýsa heiminum að þeir hafi gleymt að spyrja hvers vegna hann sé svona. Hann segir að það hafi verið hlutverk heimspekinga að spyrja slíks áður fyrr en á seinustu tveimur öldum hafi þeir því miður ekki fylgst með þróun vísindanna. Hér ýkir hann stórlega. Með skrifum sínum vill Hawking koma af stað almennri umræðu um þessi alheimsmál, því tækist að finna hina fullkomnu kenningu og gera hana skiljanlega almenningi ætti að vera mögulegt að ræða almennt um það hvers vegna við og alheimurinn erum til. Eins og hann orðar það án nokkurrar auðmýktar: „Takist að finna svar við þeirri spurningu, yrði það lokasigur mannlegrar skynsemi — þá þekktum við hugskot Guðs“ (s. 267). Þótt fullkomin samhæfing eðlisfræðinnar eigi enn langt í land hefur nú átt sér stað kaldhæðin samhæfing á tilraunasviðinu. Um 1920 á bemskudögum öreindafræðinnar var unnt að framkvæma mikið af tilraunum á sviði skammtafræðinnar en hins vegar vandkvæðum bundið á sviði almennu afstæðiskenningarinnar. Á sjötta áratugnum vaknaði afstæðiskenningin loks af dvala sínum. Tækninýjungar höfðu það í för með sér að hægt var að framkvæma tilraunir á sviði hennar sem aftur hafði það í för með sér að kenningin varð gjaldgeng meðal eðlisfræðinga. í Bandaríkjunum varð fjárstuðningur einnig svo ríflegur til eðlisfræðirannsókna að menn gátu farið að sinna almennu afstæðiskenningunni í auknum mæli. Einnig skipti hér miklu máli að áhrifamiklir einstaklingar eins og bandaríski eðlisfræðingurinn John Archibald Wheeler sneru sér að rannsóknum á þessu sviði. Eftirstríðsárin voru gífurlegur blómatími í allri eðlisfræði. Með sífellt auknum tækjakosti var hægt að athuga óravíddir himingeimsins í stjam- eðlisfræði og seiða fram öreindir úr fylgsnum náttúrunnar í öreindafræði sem engan hafði órað fyrir áður. Afrakstur þessarar tæknibyltingar er ótrúlegur. Nú er hins vegar svo komið að sífellt erfiðara verður að fá fjármagn til smíði sífellt stærri og stærri öreindahraðla til að reyna á þolrifin í kenningum eðlisfræðinga. Þess vegna verða þeir sem rannsaka samþættar kenningar framtíðarinnar að leita sífellt meir á náðir „geimrannsóknastofa" því ólíklegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.