Hugur - 01.01.1992, Qupperneq 43

Hugur - 01.01.1992, Qupperneq 43
HUGUR Er heimspeki framtíðarvon skólakerfisins? 41 og samskiptum við til dœmis foreldra þar sem hin heimspekilega sam- rœðuhefð er ekki fyrir hendi? Með öðrum orðum: Er hcetta á því að heimspekikennslan geti orðið að mjög einangruðu fyrirhœri frá öðrum þáttum í lífi harnanna? En sjáðu til. í skólunum eins og þeir eru núna hafa börnin ekkert tækifæri til að koma lífsreynslu sinni utan skólans að og skoða hana. I heimspekinni er þeim frjálst að draga eigin reynslu fram í sviðsljósið. Þau koma með dæmi úr hversdagsleikanum sem verða innlegg í umræðuna, segja til dæmis: „Ég þekki mann sem gerði þetta eða hitt“. Og þar með verður líf þeirra utan skólans að viðfangsefni. í öðru lagi þetta: Rétt eins og heimilið veldur barninu firringu vegna skorts á heilbirgðri skynsemi, þá veldur skólinn því líka firringu með skynseminni sem þar ríkir. I fyrstu er skólinn þeim sem himna- ríki sem þau flýja í frá óreiðunni heima hjá sér, deilum við systkini sín og fleiri vandamálum og þau njóta reglunnar og skynseminnar sem ríkir í einu og öllu í skólanum. En smám saman komast þau að því að reglan og skynsemin sem í skólanum ríkja eru algerlega ósveigjanleg og veita þeim ekkert svigrúm til sjálfstæðrar hugsunar. Þetta er kerfi sem hefur engan áhuga á sjálfstæðri hugsun bamanna heldur aðeins að þau tileinki sér tilbúin viðhorf og reglur. Mig langar til að nefna aðra hugsanlega gagnrýni. Er mögulegt að harnaheimspekin geti leitt börnin út í öfgafuUa efahyggju? Nú vitum við að engin lausn er til á heimspekilegum vandamálum og með gagn- rýnni hugsun má efast um nánast allt. Er ekki hœtta á því að í námi þar sem hörnin hafa enga fyrirframgefna mœlikvarða, heldur vega og meta allt og taka ekkert sem gefið, þá leiðist þau út í efahyggju, viðurkenni engin gildi? Jú, ég þekki raunveruleg dæmi um að þetta hafi gerst. Hins vegar tel ég að það séu kostir sem til lengri tíma litið bæta margfalt upp einstök tilfelli afleiðinga af þessu tagi. Sú aðferð að skiptast á skoðunum, hlusta hvert á annað og koma með gagnrök, gera nemendurna jafnfrjálsa til að vera andsnúnir efahyggju rétt eins og að aðhyllast hana. Efahyggjumaðurinn í nemendahópnum fær andsvör annarra. Hann getur hins vegar stundum neitað fram í rauðan dauðann öllum rökum hinna en í samræðufélaginu sem þróast í barnaheim- spekibekknum fær hann að minnsta kosti gagnrýni á efahyggju sína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.