Hugur - 01.01.1992, Side 47

Hugur - 01.01.1992, Side 47
HUGUR Heimspeki með börnum og unglingum 45 Merkilegheit orðsins heimspeki eru að hluta til sjálfljós, hún leggur allan heiminn undir. Merkilegheitin eiga sér líka sögulega skýringu. Skólamenn líta stundum á heimspekinga — og ekki alltaf að ástæðu- lausu — sem skýjaglópa sem líti enn ofar um leið og jarðsamband þeirra dvíni. Verði heimspekingunum það á að líta niður til skóla- manna blöskra þeim mótsagnirnar, tilgangsleysið og stefnuleysið í skólamálum. Fyrirlitning skólamanna og heimspekinga er því oftast gagnkvæm. Þá eru hugmyndir almennings um heimspeki mjög afbakaðar og ber þar ekki síður á fordómum í garð heimspekinnar. A nokkrum undanförnum árum held ég að álit og skilningur almennings á heimspeki hafi farið vaxandi. Ég er ekki viss um að samband heimspekinga og skólamanna hafi dafnað jafn vel þrátt fyrir að samvinna og gagnkvæmur skilningur sé báðum þessum stéttum mjög mikilvægur og enn mikilvægari fyrir nemendur í landinu. Lipman heldur því t.d. fram að báglega horfi með hlut gagnrýninnar hugsunar í almennu skólastarfi þar til kennarar læri heimspeki og verði færir um að ástunda hana.3 Kennsla og œðri hugsun Það er almennt viðurkennt að skólastarf hefur löngum mótast af ítroðslu þekkingarbrota og einangraðra staðreynda en skilningur og heildaryfirsýn nemenda hefur verið hornreka. Það er ábyggilega tímabært að þjálfun í æðri hugsun sé gert a.m.k. jafn hátt undir höfði og minnisþjálfun nemenda (raunar virðast rfkjandi aðferðir í minnis- þjálfun, þ.e. kennslu, ekki mjög árangursríkar). Á æðri hugsun eru gjarnan nefnd þrjú einkenni:4 Hugtakaauðgi, samkvæmni og forvitni. Menn deila ekki svo mjög um þessi óljósu einkenni, hins vegar er verulegur ágreiningur um hvort og þá hvernig kenna megi æðri hugsun. Ef hefðbundnum skólamönnum væri falið að gera starfsáætlun um kennslu „æðri hugsunar" myndu þeir vísast byrja á því að greina fyrirbærið í einstaka leikniþætti. Síðan myndu þeir semja námsefni og gera kennsluáætlanir sem miðuðu að því að vinna með afmarkaða hluta heildarinnar. Slík nálgun gengur út frá því að fyrst kljúfa megi heildarfyrirbærið niður í einstaka þætti sé 3 Matthew Lipman, Thinking in Education, (Cambridge University Press, New York 1991), s. 178. 4 Sama rit, s. 19.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.