Hugur - 01.01.1992, Síða 47
HUGUR
Heimspeki með börnum og unglingum
45
Merkilegheit orðsins heimspeki eru að hluta til sjálfljós, hún leggur
allan heiminn undir. Merkilegheitin eiga sér líka sögulega skýringu.
Skólamenn líta stundum á heimspekinga — og ekki alltaf að ástæðu-
lausu — sem skýjaglópa sem líti enn ofar um leið og jarðsamband
þeirra dvíni. Verði heimspekingunum það á að líta niður til skóla-
manna blöskra þeim mótsagnirnar, tilgangsleysið og stefnuleysið í
skólamálum. Fyrirlitning skólamanna og heimspekinga er því oftast
gagnkvæm. Þá eru hugmyndir almennings um heimspeki mjög
afbakaðar og ber þar ekki síður á fordómum í garð heimspekinnar.
A nokkrum undanförnum árum held ég að álit og skilningur
almennings á heimspeki hafi farið vaxandi. Ég er ekki viss um að
samband heimspekinga og skólamanna hafi dafnað jafn vel þrátt fyrir
að samvinna og gagnkvæmur skilningur sé báðum þessum stéttum
mjög mikilvægur og enn mikilvægari fyrir nemendur í landinu.
Lipman heldur því t.d. fram að báglega horfi með hlut gagnrýninnar
hugsunar í almennu skólastarfi þar til kennarar læri heimspeki og
verði færir um að ástunda hana.3
Kennsla og œðri hugsun
Það er almennt viðurkennt að skólastarf hefur löngum mótast af
ítroðslu þekkingarbrota og einangraðra staðreynda en skilningur og
heildaryfirsýn nemenda hefur verið hornreka. Það er ábyggilega
tímabært að þjálfun í æðri hugsun sé gert a.m.k. jafn hátt undir höfði
og minnisþjálfun nemenda (raunar virðast rfkjandi aðferðir í minnis-
þjálfun, þ.e. kennslu, ekki mjög árangursríkar).
Á æðri hugsun eru gjarnan nefnd þrjú einkenni:4 Hugtakaauðgi,
samkvæmni og forvitni. Menn deila ekki svo mjög um þessi óljósu
einkenni, hins vegar er verulegur ágreiningur um hvort og þá hvernig
kenna megi æðri hugsun. Ef hefðbundnum skólamönnum væri falið
að gera starfsáætlun um kennslu „æðri hugsunar" myndu þeir vísast
byrja á því að greina fyrirbærið í einstaka leikniþætti. Síðan myndu
þeir semja námsefni og gera kennsluáætlanir sem miðuðu að því að
vinna með afmarkaða hluta heildarinnar. Slík nálgun gengur út frá því
að fyrst kljúfa megi heildarfyrirbærið niður í einstaka þætti sé
3 Matthew Lipman, Thinking in Education, (Cambridge University Press, New York
1991), s. 178.
4 Sama rit, s. 19.