Hugur - 01.01.1992, Page 52

Hugur - 01.01.1992, Page 52
50 Hreinn Pálsson HUGUR Því er við að bæta að gagnrýnin hugsun hefur sannleikann að frumviðmiði en merking hlutanna er frumviðmið skapandi hugsunar. Gagnrýnin og skapandi hugsun eru ekki andstæðar heldur er það ríkjandi hugsunarháttur, skeytingarleysið, sem er þeim báðum andstæður. Grunnleiknisvið ht'imspekilegrar hugsunar Það má ekki skilja mál mitt sem svo að Lipman gefi lítið fyrir að greina hvaða leikniþættir það eru sem námsefni hans sinnir. Þvert á móti. Það má víða finna ítarlega lista yfir leikniþætti sem sinnt er í námsefninu. Hér gefst ekki tími til að telja þá upp en mig langar til að nefna fjögur meginleiknisvið sem eru öllu námsefni Lipmans sameiginleg.8 Ung börn búa þegar yfir einhverri leikni í eftirfarandi efnum þegar þau hefja skólagöngu en að þeim þarf að hlúa á öllum skólastigum. Rannsóknarleikni leiðréttir sjálfa sig í starfi og hún beinist að því að uppgötva eða skapa leiðir til að rannsaka hið torræða og fella um það dóma. Það er dæmi um rannsóknarleikni sem gerir börnum kleift að tengja núverandi reynslu sína við fyrri reynslu sem og við væntingar þeirra gagnvart framtíðinni. Þau skýra, segja fyrir um, tengja orsök og afleiðingu og þar fram eftir götunum. Rökleikni snýst fyrst og fremst um að draga ályktanir út frá núver- andi þekkingu, hún t.d. kemur skipulagi á og samhæfir afrakstur rannsókna. Rökfræðin hentar einnig vel sem mótvægi við botnlausa afstæðishyggju sem virðist ríkjandi á unglingsárunum. Upplýsinga- og skipulagningarleikni (eða hugtakaleikni) er leikni sem beinist að því að fella upplýsingar í merkingarbærar skipulags- heildir. Setning, hugtak og skema eru dæmi um slíkar heildir. (Til skýringar má segja að samhengi setningar er grunneining hins merkingarbæra. Hugtök eru „farartæki hugsunarinnar" en greining þeirra getur verið erfið og orkufrek fyrir nemendur. Skema er virkt skipulagskerfi, gefandi fyrir nemandann þar sem það lýkst upp fyrir honum við frekari kynni, t.d. sýnd og reynd, stöðugleiki og síbreytni eða einfaldlega frásögn.) Lýsing og frásögn eru dæmi um ferli sem krefjast þess að við komum skipuiagi á vitneskju okkar og reynslu. 8 Sjá sama rit s. 40-46.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.