Hugur - 01.01.1992, Side 58

Hugur - 01.01.1992, Side 58
HUGUR 5. ÁR, 1992 s. 56-62 Þorsteinn Hjartarson Heimspeki í grunnskóla1 Ég hefi gert tilraun til þess að stunda heimspeki með nemendum í Brautarholtsskóla á Skeiðum um tveggja ára skeið. Þessi tilraun hefur m.a. opnað augu mín fyrir því að nemendur hafa frjórra ímyndunarafl en framganga þeirra í öðrum kennslustundum bendir til og sannfært mig um að böm eru oft vanmetin, skynsemi þeirra er meiri en margur fullorðinn ætlar. Það vekur einnig athygli mína að bömin geta hugsað um flókin viðfangsefni og svo virðist sem þau geri sér grein fyrir að hugsanir og hugmyndir eru raunverulegar á sinn hátt ekki síður en efnisheimurinn. Hins vegar er hætt við að þau bæli niður hugsanir sínar vegna neikvæðra viðbragða fullorðinna við óþægilegum spurningum (sem ýmist stafa af skilnings-, áhuga- eða getuleysi). Það getur orðið til þess að trú þeirra á mikilvægi eigin hugarheims minnkar eða glatast og dregur jafnvel úr þroska þeirra. Ekki eru nema örfá ár síðan farið var að stunda heimspeki með bömum hér á landi. Þessi viðleitni hefur óneitanlega verið fremur ómarkviss, eins og gefur að skilja, og alfarið komin undir frumkvæði einstakra grunnskóla- kennara sem hafa sýnt efninu áhuga. Á vorönn 1992 í Brautarholtsskóla voru vikulegir tímar í heimspeki hjá 5. - 7. bekk (eldri deild) sem telur 10 nemendur. Sumt fólk er eilítið undrandi þegar ég segist stunda heimspeki með nemendum mínum. Vissulega eru það eðlileg viðbrögð því margir tengja heim- spekina fyrst og fremst við háskóla og heimspekinga. Fræði sem eru torskilin og ekki aðgengileg almenningi. Hér gefur að líta hluta sam- ræðu með nemendum sem ég tók upp á segulband í tengslum við lokaverkefni í heimspekinámskeiði sem haldið var í Kennaraháskóla íslands á haustönn 1991. Leiðbeinandi þar var Hreinn Pálsson. Nöfnum nemenda hefur verið breytt. 1 Samræðan sem hér fer á eftir er hluti af erindi sem flutt var á ráðstefnu um heimspekikennslu á grunn- og framhaldsskólastigi 26. apríl 1992. Að undanskilinni samræðunni birtist erindið að stofninum til í Menntamál, 3. tbl. 10. árg. 1992, s. 17-21.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.