Hugur - 01.01.1992, Síða 78

Hugur - 01.01.1992, Síða 78
76 Kristján Kristjánsson HUGUR III Fyrir utan það að heimspekinám, og þá kannski helst nasasjón af rökfræði, geri móðurmálskennara betur færa að sinna meginhlutverki sínu sem málræktendur þá er ég ekki frá því að slíkt nám geti beinlínis byggt út nokkrum fordómum sem lýtt hafa kennslu þeirra. Þessir fordómar eru raunar heimspekilegir sjálfir, tíðum einhvers konar arfleifð frá útdauðum pósitívisma í vísindum. Nefndir fordómar birtast m.a. í boðorðum um eðli og uppbyggingu heimildaritgerða sem nemendum eru einatt innprentuð í grunnskólum, og eru að sögn þeirra oftast runnin undan tungurótum móðurmálskennara. Eg hef kallað þau „boðorð til að brjóta“ og vísa þar í alþekkt kvæði Rubens Nilssen um Móse: „boðorð tíu til hann bjó — til að láta oss brjóta". Lygilaust hef ég eytt ómældum tíma í að kenna nemendum að losa sig úr spenni- treyju þessara fordóma. Hverjir eru þeir? Einn er sá að hlutverk heimildaritgerða sé að lýsa skoðunum annarra; höfundurinn eigi að láta sem minnst á sér og sínum eigin hugmyndum bera. Trúir þessu boðorði beita margir nemendur einhvers konar samansópsaðferð við ritgerðasmíð: Efni er viðað að úr ýmsum áttum og raðað upp, íhugunar- og gagnrýnislítið. Útkoman verður óbrotin endursögn á hugmyndum annarra, tyllt saman með beinum eða óbeinum tilvitnunum í þá. En slíkt er naumast ritgerð heldur útdráttur. Það sem ég kenni nemendum er þetta: Heimildaritgerð á ekki einungis að vera vitnisburður um hugmyndir heimildamannanna heldur einnig um skoðun höfundar sjálfs — þótt ýmis rök annarra séu skoðuð og síðan samþykkt eða hrakin. Umfram allt ber að veita heimildum aðhald og trúa engu að óreyndu bara af því að einhver spekingur hefur haldið því fram. Gagnrýnislaust upplap áður sagðra orða er að jafnaði hinn versti löstur á hverri ritsmíð. I sinni réttu mynd ætti boðorðið því að hljóða svo: „Heimildaritgerð á alltaf að vera sjálfstætt smíðisverk og bera skýrt höfundarmark, ekkert síður þótt sótt hafi verið að meira eða minna leyti í smiðju annarra um efnivið.“ Nú vildi ég mega bæta því við að besta ráðið til að koma móður- málskennurum í skilning um þessi sannindi sé að þeir fái vel útilátið í námi sínu af hinni heimspekilegu gagnrýnishefð er brýnir fyrir okkur að taka engan stóra sannleik sem gefinn fyrr en að hafa kannað rök hans og réttmæti. Það ríður á miklu að nemendur, sem temja á rétt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.