Hugur - 01.01.1992, Qupperneq 86

Hugur - 01.01.1992, Qupperneq 86
84 Eyjólfur Kjalar Emilsson HUGUR reyndar einmitt það sem vænta mátti þegar höfð er í huga kenning hans um að sálin sé öll í ólíkum hlutum líkamans. Munurinn á því að sjá og heyra skýrist af mismunandi áreitum á skynfærin og ólíkri gerð þeirra, ekki af mun skilningarvitanna sem slíkra (IV. 3. 3, 15-26). Vert er að árétta að Plótínos lítur á skynjunina (aísþesis) sem þekkingarstarf sem halda beri skýrt aðgreindu frá líkamlegum áreitum (III. 6.1, 1-7; IV. 6. 2. o.áfr.). Sálin, sem er öll til staðar í sérhverjum hluta, er því ekki aðgerðarlaus þolandi líkamlegra áreita. Þar sem hún er ólíkamleg og hefur ekki rúmtak getur hún ekki orðið fyrir neinu slíku. Skynjanir hennar eru dómar, sem eru skiljanleg, og þar með rúmtakslaus, form eða ímyndir (IV. 4. 23). Jafnvel sársauki felur í sér þekkingarstarf (IV. 3. 19). En líkamleg áreiti eru á einhvem hátt tæki þekkingarstarfsins. Skynjunarferlið, sem hefst í rúmum efnislegum hlutum, endar því í óefniskenndri ímynd í sálinni (IV. 4, 23. 29-32). Þessar ímyndir geymast í minninu og verða þannig viðfang rök- hugsunar. Plótínos greinir á milli sálarstarfsemi sem háð er líkamanum og þeirrar sem er það ekki. Skynjun (með skilningarvitunum) er háð líkamanum vegna þess að sálin þarf á líkamlegum áreitum að halda til þess að geta skynjað. Og sama gildir vitaskuld um allt óæðra starf sálarinnar eins og vöxt og næringu. Skilningsgáfan hinsvegar og sú starfsemi sem bundin er ímyndunaraflinu — minni og rökhugsun — eru alveg óháðar líkamanum (IV. 3. 19, 24-26).12 Um þetta atriði er Plótínos annarar skoðunar en Aristóteles og sporgenglar hans og Descartes. Aristóteles taldi að minnið væri eða að minnsta kosti fæli í sér skynhrif sem væri haldið eftir í miðstöð skynjunarinnar, og að allt sálarstarf yfirleitt, annað en hinn skapandi skilningur, væri háð líkamanum.13 Plótínos vekur ekki sérstaklega máfs á því hvort það megi hugsa sér sálarstarf sem hann telur líkamann eiga hlut að, óháð líkamanum eða rúmtaki yfirleitt. Þó er ljóst að hann taldi að sálir sem væru lausar úr líkamanum gætu ekki haft slíka reynslu. Til dæmis segir hann að hegning fyrir illvirki í þessu lífi verði að eiga sér stað 12 Að ímyndun sé ekki háð líkamanum leiðir af þeirri skoðun að minni, jafnvel af skynjun, sé ekki háð líkamanum, ef upprunalega skynjunin sem munuð er gerði það ekki (sjá IV. 3. 26.-29. og IV. 6. 1. and 3). Ástæðan er sú að minnið tilheyrir ímyndunaraflinu (IV. 3. 29. 31-32). 13 Sjá Um minnit) 450 a27-bl I og Um sálina. 403 a 6-10.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.