Hugur - 01.01.1992, Side 87

Hugur - 01.01.1992, Side 87
HUGUR Hvernig Descartes erfornlegur 85 við nýja endurholdgun, af því að einungis lifandi líkamar geti fundið fyrir sársauka (IV. 3. 24, 20-28). Sem góður og gegn fylgismaður Platons telur Plótínos samt að heilinn sé á einhvern hátt aðsetur skynjunar og hugsunar. Einhver kynni að undrast að hann skuli gjalda jáyrði sitt við slíkum hug- myndum, þegar haft er í huga það sem hann segir um að sálin sé öll alls staðar í líkamanum annars vegar og hins vegar að líkaminn eigi engan þátt í ímyndun og skilningi. A eina staðnum þar sem hann ræðir þetta (IV. 3, 23) segir hann að heilinn sé aðsetur skynjunarinnar í þeirri inerkingu að skynjunaraflið sé að vísu alls staðar, en uppspretta starfsemi þess sé í heilanum. Aðeins í þessum skilningi er heilinn aðsetur skynjunar. Astæða þess að Platon taldi höfuðið aðsetur skynseminnar var sú að rökhugsun og skynjun væru nátengdar, en samkvæmt skoðun Plótínosar virðist rökhugsunin í rauninni ekki eiga sér neitt aðsetur. Plótínos þarf að skýra hvernig sálin, sem hefur ekkert rúmtak, geti verið í líkama, sem hefur rúmtak, án þess að öðlast þar með hlutdeild í eðli hans. Kenningin um veru sálarinnar í heild í hinum ólíku líkams- hlutum er svar hans við því. í vissum skilningi er sálin í rúmi — sálin tekur sama pláss og líkami minn — en án þess þó að hafa sjálf rúmtak því að henni verður ekki skipt í hluta eins og þeim hlutum sem hafa rúmtak. En þegar talað er um að sálin sé öll alls staðar í líkamanum, gildir það aðeins um sálina í einingu hennar með líkamanum, þ.e. þá starfsemi sálarinnar sem tengist líkamanum. Sá hluti sálarinnar sem er algjörlega óháður líkamanum hefur alls engar rúmtakseigindir. í ritgerðinni „Um ódauðleika sálarinnar“ (IV. 7.[2] 6-7), sem Plótínos skrifaði snemma á ferli sínum, færir hann rök gegn þeirri skoðun Stóumanna, að sálin sé efnislegur hlutur af ákveðinni gerð.14 Á einuin stað í rökfærslu sinni segir hann: Það sem á að skynja eitthvað verður að vera eitthvað eitt og sama veran verður að geta numið allt, jafnvel þótt margir hlutir komi gegnum mörg skynfæri eða margir eiginleikar tilheyri sama hlutnum, eða þegar eitt- 14 Stóumenn skiptu sálinni í átta hluta: skilningarvitin fimm, æxlunarhluta, málhæfni og stjómhluta, sem þeir töldu hafa aðsetur í hjartanu. Öll sálin er efnisleg, nánar liltekið pneuma, sem er heitt loftkennt efni sem gegnsýrir líkamann. Aðgengi- legasta heimildin um skoaðir Stóumanna í þessum efnum og öðrum er safnrilið The Hellenistic Philosophers, 2 bindi (Cambridge 1987).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.