Hugur - 01.01.1992, Síða 87
HUGUR
Hvernig Descartes erfornlegur
85
við nýja endurholdgun, af því að einungis lifandi líkamar geti fundið
fyrir sársauka (IV. 3. 24, 20-28).
Sem góður og gegn fylgismaður Platons telur Plótínos samt að
heilinn sé á einhvern hátt aðsetur skynjunar og hugsunar. Einhver
kynni að undrast að hann skuli gjalda jáyrði sitt við slíkum hug-
myndum, þegar haft er í huga það sem hann segir um að sálin sé öll
alls staðar í líkamanum annars vegar og hins vegar að líkaminn eigi
engan þátt í ímyndun og skilningi. A eina staðnum þar sem hann ræðir
þetta (IV. 3, 23) segir hann að heilinn sé aðsetur skynjunarinnar í
þeirri inerkingu að skynjunaraflið sé að vísu alls staðar, en uppspretta
starfsemi þess sé í heilanum. Aðeins í þessum skilningi er heilinn
aðsetur skynjunar. Astæða þess að Platon taldi höfuðið aðsetur
skynseminnar var sú að rökhugsun og skynjun væru nátengdar, en
samkvæmt skoðun Plótínosar virðist rökhugsunin í rauninni ekki eiga
sér neitt aðsetur.
Plótínos þarf að skýra hvernig sálin, sem hefur ekkert rúmtak, geti
verið í líkama, sem hefur rúmtak, án þess að öðlast þar með hlutdeild í
eðli hans. Kenningin um veru sálarinnar í heild í hinum ólíku líkams-
hlutum er svar hans við því. í vissum skilningi er sálin í rúmi — sálin
tekur sama pláss og líkami minn — en án þess þó að hafa sjálf rúmtak
því að henni verður ekki skipt í hluta eins og þeim hlutum sem hafa
rúmtak. En þegar talað er um að sálin sé öll alls staðar í líkamanum,
gildir það aðeins um sálina í einingu hennar með líkamanum, þ.e. þá
starfsemi sálarinnar sem tengist líkamanum. Sá hluti sálarinnar sem er
algjörlega óháður líkamanum hefur alls engar rúmtakseigindir.
í ritgerðinni „Um ódauðleika sálarinnar“ (IV. 7.[2] 6-7), sem
Plótínos skrifaði snemma á ferli sínum, færir hann rök gegn þeirri
skoðun Stóumanna, að sálin sé efnislegur hlutur af ákveðinni gerð.14
Á einuin stað í rökfærslu sinni segir hann:
Það sem á að skynja eitthvað verður að vera eitthvað eitt og sama veran
verður að geta numið allt, jafnvel þótt margir hlutir komi gegnum mörg
skynfæri eða margir eiginleikar tilheyri sama hlutnum, eða þegar eitt-
14 Stóumenn skiptu sálinni í átta hluta: skilningarvitin fimm, æxlunarhluta, málhæfni
og stjómhluta, sem þeir töldu hafa aðsetur í hjartanu. Öll sálin er efnisleg, nánar
liltekið pneuma, sem er heitt loftkennt efni sem gegnsýrir líkamann. Aðgengi-
legasta heimildin um skoaðir Stóumanna í þessum efnum og öðrum er safnrilið The
Hellenistic Philosophers, 2 bindi (Cambridge 1987).