Hugur - 01.01.1992, Side 89
HUGUR
Hvernig Descartes erfornlegur
87
Þar af leiðandi geti sálin ekki verið efnisleg. Samkvæmt Plótínosi er
rúmtak megineinkenni líkama.15 Þetta er í samræmi við kenningu
Stóumanna um að líkami sé „það sem hefur þrjár víddir og veitir
viðnám".16 Stóumenn töldu að stjórnhluti sálarinnar, sem hefði
aðsetur í hjartanu, væri miðstöð skynfæranna þar sem boð frá öllum
skilningarvitunum kæmu saman. Þannig voru Stóumenn sammála
Plótínosi í því að skilningarvitin mynduðu eina heild. Munurinn er
einungis sá að kenning Stóumanna um að þessi eining sé efnisleg
eining er ekki fullnægjandi að dómi Plótínosar. Samkvæmt honum er
líkami (efni), sem þá er skilinn sem massi sem hefur rúmtak, þess
eðlis „að enginn hluti hans er hinn sami og annar hluti né hinn sami
og heildin“ (IV. 2. 1. 11-13). Þetta þýðir, sýnist mér, að sérhver hluti
líkama er tölulega frábrugðinn öllum öðrum hlutum, og einnig
heildinni. Það sama á einnig við um líkamlega eiginleika eins og liti
og lögun: eiginleikar eins hluta eru tölulega frábrugðnir þeim eigin-
leikum sem finna má í öðrum hluta sama líkama (VI. 4. 1, 17-24). Því
er það, að ef sálin er efnisleg og áreiti frá skynfærunum verða að ná til
sálarinnar til að skynjun eigi sér stað, þá verða ólík áreiti að ná til
mismunandi hluta sálarinnar, og þá er sú eining sem Pótínos telur
augljóst að skynjunin búi yfir farin fyrir borð: það reynist á endanum
ekki vera neitt eitt sem allt kemur saman í. Astæðan er sú að líkami er
eining aðeins í þeim skilningi að hann hefur samfellt rúmtak sem má
síðan skipta upp í ólíka hluta (IV. 2. 1. 60).
Finna má ákveðin samkenni á öllum árásum Plótínosar á efnis-
hyggju Stóumanna sem draga má saman á svofelldan hátt: (a) Það á
almennt við um efnislega hluti, að ef þeir framkvæma mismunandi
athafnir á sama tíma þá verður að eigna ólíkum hlutum líkamans
hverja athöfn. Til að lýsa þessu nánar, má líta til mannslíkamans:
líkaminn stjórnar magni vatns sem hann inniheldur og hann dælir
sjálfur blóði. Og hann framkvæmir einstakar slíkar athafnir á sama
tíma. Við eignum ólíkum hlutum líkamans þessar athafnir, þ.e. nýrum
og hjörtum. Ennfremur er hver athöfn sem einstakur líkamshluti
framkvæmir einungis eignuð honum, en ekki öðrum hlutum: jafnvel
þótt hjartað og nýrun séu hlutar sama líkama, þá þýðir það að hjartað
15 II. 4. 12. 1-2; III. 6. 12. 53-54, 16. 31-32; IV. 7. 1. 17-18.
16 Sjá Long og Sedley, 25ti kafli.