Hugur - 01.01.1992, Page 94

Hugur - 01.01.1992, Page 94
92 Eyjólfur Kjalar Emilsson HUGUR — sem gert er ráð fyrir að færi sálinni vitneskju um efnisheiminn — virðist fela í sér stökk yfir verufræðilega gjá.24 Ennfremur kemst Plótínos að þeirri hugmynd sinni um sálina sem hann beitir gegn efnishyggjumönnum með því að skoða eigin skyn- reynslu. Hann taldi greinilega að staðhæfingar hans um einingu skynjandans væru reistar á þekkingu sálarinnar á eigin athöfnum. Hugmyndir Plótínosar, og þá sérstaklega gagnrýni hans á efnishyggju Stóumanna, innihalda vísi að mörgum þeim grundvallarspurningum um tengsl sálar og líkama, sem heimspekingar hafa glímt við síðan á dögum Descartes. Eins og ég hef þegar nefnt, er ein afleiðingin af hugmyndum Plótínosar um sálina sú að það virðist óráðin gáta hvernig sálin getur yfirleitt tengst efnisheiminum - þeim hluta heimsins sem hefur rúmtak - verið í honum og jafnvel haft áhrif á hann.25 Og andmæli Plótínosar gegn Stóumönnum hefðu sem auðveldast getað orðið vísir að rökræðum um tengsl þess sem á sér stað (efnislega) í líkamanum og þess sem gerist í sálinni, sem þá væri skoðað innan frá, eða vísir að rökræðum um efnislegar skýringar eða smættun á sálarlífsfyrirbærum. En þessir vísar náðu aldrei að spretta, eflaust vegna þess að ekki voru neinir efnishyggjumenn uppi til að andmæla Plótínosi og leiða rökræðuna áfram. Þrátt fyrir þetta virðist mér það sem hér hefur verið rakið, nægja til þess að nefna Plótínos föður gátunnar um tengsl sálar og líkama, eða að minnsta kosti afa hennar- og taka má þennan titil hvort heldur sem lof eða last, allt eftir því hvað hverjum finnst. Hvað sem því líður gæti allt það sem Ryle nefnir „goðsögn Descartes" í Concept of Mind, að undanskilinni kenningu um vélgengi líkamans, allt eins átt við um hugmyndir Plótínosar, eða ef því er að skipta hugmyndir Ágústínusar. Vel má vera að skilningur nútímamanna, eða „hin opinbera kenni- setning“ svo orð Ryles séu notuð, sé goðsögn. En ég held að athugasemdir þær sem raktar hafa verið hér ættu að nægja til að sýna að hann er ekki einstök söguleg hending sem á einn veg eða annan sprettur af gríðarlegum áhrifum Descartes. 24 Vandkvæðin sem fylgja þessu viðhorfi koma glöggt fram í IV. 4. 23. 25 Plótínus vill alfarið neita því að hið líkamlega hafi áhrif á sálinu (sjá sérstaklega III. 6.). Áhrif athafna sálarinnar á líkamann valda hins vegar engum vanda, því í frumspeki hans er allur hinn skynjanlegi heimur upplýstur af Veraldarsál sem er jafnfram uppspretta náttúrlögmálanna. Því eru athafnir mannanna og áhrif sálar þeirra á líkama sinn einungis einstök tilfelli almennrar reglu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.