Hugur - 01.01.1992, Qupperneq 96
94
Eyjólfur Kjalar Emilsson
HUGUR
á borð við Gassendi og Hobbes, lítur Descartes út eins og platonisti í
nútímabúningi. Af platonskum toga í heimspeki hans eru einkum
eftirfarandi atriði: (1) vantraust hans á skilningarvitunum og trú á mátt
skynseminnar til að komast að sannleikanum, (2) kenningin um
meðfæddar hugmyndir, (3) stærðfræðileg meðhöndlun eðlisfræðinnar,
(4) kenningin um að sálin sé sérstök vera og aðgreinanleg frá
líkamanum, (5) samsömun sálarinnar og sjálfsins, (6) hugmyndin um
heimspeki sem andlega lækningu.28 Nú má vel vera að einhver
þessara atriða séu aðeins keimlík á yfirborðinu og að frekari rann-
sóknir og nákvæmur samanburður sýndi að þessi atriði hefðu aðra
þýðingu fyrir Descartes en fyrir sanntrúaða platonista. Eins og þegar
hefur verið bent á, hefur því verið haldið fram að tvíhyggja Platons í
Faídóni eða Fœdrosi virðist ólík tvíhyggju Descartes í Hugleiðingum
um frumspeki. Ég leyfi mér þó að halda því fram að sé Descartes
borinn saman við platonista á borð við Plótínos eða Ágústínus, komi í
ljós að tvíhyggja Descartes sé ekki jafn nýstárleg og margir hafa viljað
vera láta. Við skulum byrja á því að huga að nokkrum forvitnilegum
atriðum sem eru sameiginleg Descartes og Plótínosi og, að því ég best
veit, aðeins fáeinum öðrum.
Eins og Plótínos leggur Descartes ekki aðeins áherslu á að sálin
hafi ekki rúmtak, en efnislegir hlutir hafi það aftur á móti eðli sínu
samkvæmt, heldur eru sumar skoðanir þeirra sláandi líkar í smá-
atriðum. Við skulum líta á eftirfarandi kafla úr sjöttu hugleiðingu sem
kemur á eftir hinum frægu rökum hans fyrir greinarmun sálar og
líkama sem byggjast á því að unnt sé að hugsa sér sál og líkama
aðgreind:
Til að svara þessu, verð ég fyrst að hyggja að þeim mikla mun, sem er á
sál og líkama. Samkvæmt eðli sínu er líkaminn samsettur úr mörgum
hlutum, en sálinni verður með engu móti skipt í hluta. Þegar ég huga að
sál minni - það er að segja sjálfum mér, að því leyti sem ér er aðeins
hugsandi vera - get ég engan greinarmun gert á ólíkum hlutum sjálfs
mín; ég hugsa mér sjálfan mig sem eina og óskipta veru. Enda þótt sál
mín öll virðist samslungin öllum líkamanum, þá verð ég ekki var við,
28 Þessar hliðstæður eru augljósar og vel þekktar, nema ef til vill sú síðasta. Hennar er
þó getið af M. Gueroult, Descartes: selon les ordres des raisons, II, (Paris 1968), s.
288. Sjá einnig Mikael M. Karlsson, „Doubt, Reason and Cartesian Therapy" í
Descartes: Critical and Interpretative Essays, Michael Hooker ritstj., (Baltimore
and London 1978), s. 89-113.